VIKA 4 - FRÉTTABRÉF

    Facebook Twitter Áframsenda
 

ENGLISH VERSION

 

FYRIRLESTUR LEIÐSÖGN TÓNLEIKAR MYNDIR FRÁ OPNUN
Smellið hér til að sjá myndir frá opnun.
SKAPANDI UMBREYTING ROBERT SMITHSON W.A. MOZART HAFNARHÚS
19. JANÚAR

 

VIKA 4 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Tvær sýningar voru opnaðar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi um liðna helgi, en myndir frá opnunni má nú nálgast á Facebook síðu Listasafns Reykjavíkur. Fyrsti fyrirlesturinn í fyrirlestraröð HönnunarmiðstöðvarListasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands er nú á fimmtudaginn. Á sunnudaginn er boðið upp á leiðsögn um sýningu á verkum Roberts Smithsons. 27. janúar er fæðingardagur Mozarts og að því tilefni verður blásið til ókeypis tónleika á Kjarvalsstöðum

 

 

SKAPANDI UMBREYTING
HAFNARHÚS, FIMMTUDAG 24. JANÚAR KL. 20Mynd: Halli Civelek

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður og prófessor við Listaháskóla Íslands og Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður hjá Studiobility fjalla um hönnun, hönnunarferli og hvernig hönnun og aðferðir hennar nýtast samfélaginu, í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 24. janúar klukkan 20-21:30.

Dóra Ísleifsdóttir fjallar um hugmyndir og kenningar um hönnun og hönnunarferli. Hún veltir upp spurningum um hvað þurfi til að vera skapandi og hvernig sköpunargáfa og notagildi geta farið saman. Þá er fjallað um samhengi hönnunar og hönnuða við atvinnulífið og samfélagið í heild.

Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir veltir upp spurningunum: Hvernig verða hönnuðir framtíðarinnar? Hvað hafa hönnuðir fram að færa fyrir þróun samfélaga? Hvað getur samfélag og atvinnulíf lært af hönnuðum?

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar Íslands í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands.  Aðgangur ókeypis.


 

 

 

ROBERT SMITHSON: RÝNT Í LANDSSLAG
HAFNARHÚS, SUNNUDAG 27. JANÚAR KL. 15
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Boðið verður upp á boðið upp á almenna leiðsögn um sýningu á verkum Roberts Smithsons, eins áhrifamesta myndlistamanns á síðari hluta 20. aldar sunnudaginn 27. janúar kl. 15.

Robert Smithson (1938–1973) er þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar (Land Art Movement). Á þessari sýningu er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistaverk Smithsons í Evrópu en hann lést í flugslysi tveimur árum síðar, aðeins 35 ára gamall.

Viðburðurinn er öllum opinn og fer fram á íslensku. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, en nánari upplýsingar um aðgangseyri eru hér.

 

 

 

AFMÆLISTÓNLEIKAR MOZARTS
KJARVALSSTAÐIR, 27. JANÚAR KL. 17 
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Reykjavíkurborg býður til tónleika á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 27. janúar kl. 17 í tilefni af fæðingardegi tónskáldsins W.A. Mozarts.

Á efnisskránni er eingöngu tónlist eftir Mozart: Tvær sónötur fyrir píanó og fiðlu í flutningi Aladár Rácz og Laufeyjar Sigurðardóttur. Þá flytir sönghópur stúlkna úr söngskólanum Domus vox tónlist eftir  afmælisbarnið undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur við undirleik Antoniu Hevesi píanóleikara.

Einar Jóhannesson spjallar um tónskáldið og tónlistina sem flutt er.

Ókeypis aðgangur.

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 

Print
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5