Safneignarsíða Listasafns Reykjavíkur opnuð / Jaðarber á Kjarvalsstöðum / Vatnslitasmiðja í Hafnarhúsi / Kærleikskúlan 2013

Stórum áfanga var náð í sögu Listasafns Reykjavíkur í dag þegar safneign þess var gerð aðgengileg á síðunni safneign.listasafnreykjavikur.is. Á miðvikudagskvöld heldur Jaðarber einstæða tónleika á Kjarvalsstöðum og er aðgangur ókeypis. Á laugardaginn mun Björg Viggósdóttir halda utan um skemmtilega vatnslita vídeósmiðju í Hafnarhúsinu. Kærleikskúlan 2013 er eftir Ragnar Kjartansson.
> Read more

Vika 43

Á fyrirlestraröð Hönnunarmiðstöðvar á fimmtudaginn ætla fjórir Creative Directors af stórum auglýsingastofum í Reykjavík að segja frá því hvernig sé að starfa í breyttum heimi miðlunar. Vegglistaverk Theresu Himmer verður afhjúpað við athöfn í Breiðholtinu á laugardaginn og eru allir velkomnir. Gerningar og gjörningaveður í vídeólist á Norðurlöndunum er yfirskrift Nordic Outbreak hátíðarinnar sem fram fer í Hafnarhúsinu um helgina. Á sunnudaginn leiðir Anna Hallin gesti um sýningu sína Samleik, í Ásmundarsafni.
> Read more

Vika 42 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Boðið verður upp á ókeypis tónleika frá miðvikudegi til laugardags í Hafnarhúsinu en þá stendur yfir Sláturtíð 2013. Á sunnudaginn flytur Einar Falur fyrirlestur um Rodchenko á Kjarvalsstöðum og þá verður einnig boðið upp á örsmiðju fyrir börn (6 ára og eldri) á Ásmundarsafni.
> Read more

Vika 41 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Sýning á nýjum verkum Errós verður opnuð í Hafnarhúsinu laugardaginn 12. október kl. 16 að listamanninum viðstöddum. Friðarsúlan verður tendruð miðvikudaginn 9. október og er boðið upp á ferðir út í Viðey að því tilefni. Á sunnudaginn heldur dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur áfram og að þessu sinni mun Sigurður Pálsson skáld ræða um stefnur og strauma í listum og menningu í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar. Nú má nálgast myndir frá sýningaropnun á Kjarvalsstöðum um liðna helgi á Facebook síðu Listsafns Reykjavíkur.
> Read more

Vika 40 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Tvær sýningar verða opnaðar á Kjarvalsstöðum á laugardaginn. Þetta eru sýningarnar Alexander Rodchenko: Bylting í ljósmyndun og Mynd af heild 2 – Kjarval bankanna. Á sunnudaginn verður haldið málþing um sýningu Rodchenkos á Kjarvalsstöðum. Í tengslum við yfirlitssýninguna Íslensk vídeólist frá 1975-1990 sem nú stendur yfir í Hafnarhúsi býður Listasafn Reykjavíkur upp á leiðsögn fimmtudaginn 3. október kl. 18. Nú má nálgast myndir frá sýningaropnun Jóhannesar Kjarvals í Pétursborg á Facebook síðu Listsafns Reykjavíkur.
> Read more

Vika 38 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Á fimmtudaginn hefst að nýju fyrirlestrarröð Hönnunarmiðstöðar í Hafnarhúsinu, vöruhönnuður og fatahönnuður kynna verkefni sín. Samleikur, sýning Önnu Hallin verður opnuð í Ásmundarsafni á laugardaginn. Hinni geysivinsælu sýningu Íslensk myndlist 1900-1950: Frá landslagi til abstraktlistar, lýkur sunnudaginn 22. september og þriðjudaginn 24. september hefst tónleikaröð Jaðarbers í Hafnarhúsinu.
> Read more

 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5