Listasafn Islands

Listasafn Reykjavíkur - Verkefnastjóri almennrar miðlunar

RÁÐIÐ HEFUR VERIÐ Í ÞETTA STARF

Listasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða verkefnastjóra almennrar miðlunar frá og með 1.6.2013. Um er að ræða 80% starf.
Starfið fellst í umsjón með safnfræðslu og viðburðardagskrá fyrir almenna gesti safnsins. Leitað er að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstaklingi sem getur unnið sjálfsstætt og þróað nýjar leiðir til að vekja áhuga og skilning gesta á sýningum safnsins, hugmyndunum sem liggja þeim til grundvallar, verkum listamannanna og tíðarandanum sem þau eru sprottin upp úr. Starfsmaðurinn mun vinna náið með öðrum verkefnastjóra fræðsludeildar og með sýningastjórum og sýnendum að gerð fræðsludagskrár fyrir einstaka sýningar og með kynningarstjóra safnsins að kynningu á starfsseminni. Verkefnastjóri hefur umsjón með framkvæmd dagskrár og því er gert ráð fyrir töluverðri viðveru um helgar. Hann tekur einnig þátt í gerð fræðslusýninga á Kjarvalsstöðum.

Staðan krefst menntunar á sviði myndlistar og/eða myndlistarsögu og reynslu í fræðslumálum. Ritfærni á íslensku og ensku er mikilvæg. Áhersla er lögð á sjálfstæði í starfi, skapandi hugsun, frumkvæði og drifkraft. Viðkomandi þarf einnig að búa yfir góðum skipulags- og samskiptahæfileikum, góðri tölvukunnáttu og reynslu af gerð og framkvæmd fjárhagsáætlana.

Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
Leiðarljós Listasafns Reykjavíkur er að vera framúrskarandi alþjóðlegur vettvangur myndlistar sem leggur áherslu á markvissa þjónustu við ólíka hópa og er eftirsóknarverður viðkomustaður í daglegu lífi fólks.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storfPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.16.2015