Listasafn Islands

Starf í boði

GÆSLUSTARF Í HAFNARHÚSI - FRAMTÍÐARSTARF

Listasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða starfsmann í gæslu á listmunum og sýningarrýmum í Hafnarhúsi.
Um er að ræða 90% starf og er vinnutíminn frá kl. 9.45-17.00 alla virka daga og þarf viðkomandi að hefja störf eigi síðar er 2. maí.

 
Helstu verkefni og ábyrgð
Gæsla á listmunum og sýningarrýmum,
upplýsingagjöf og afleysing í afgreiðslu.

 
Hæfniskröfur
Óskað er eftir stundvísum einstaklingum með reynslu af afgreiðslu- og þjónustustörfum. Lögð er áhersla á góða íslensku- og enskukunnáttu. Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund er nauðsynleg.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf

 
Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.
 
Starfshlutfall   90%
Umsóknarfrestur   16.04.2013

 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Friðbertsdóttir í síma 590-1200 eða með því að senda fyrirspurnir á anna.fridbertsdottir@reykjavik.isPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.11.2015