News

Listasafn Islands

VATNSMÝRI - 102 REYKJAVÍK, LENGDUR OPNUNARTÍMI. GUJA DÖGG HAUKSDÓTTIR ARKITEKT MEÐ LEIÐSÖGN KL. 20.00 Í KVÖLD 20. FEB.

HUGMYNDASAMKEPPNIN
Keppnin um skipulag Vatnsmýrarinnar hófst í lok mars 2007 og var þátttaka heimil fagfólki í arkitektúr og skipulagi um allan heim.  Mikill áhugi reyndist vera á keppninni enda óvenjulegt að kallað sé eftir hugmyndum um svo stórt svæði nálægt miðbæjarkjarna höfuðborgar. Keppendur höfðu aðgang að umfangsmiklum gögnum um skipulagsforsendur svæðisins, ásamt skýrslum um samráð við borgarbúa og hagsmunaaðila um þá möguleika sem Vatnsmýrin kynni að bjóða upp á.  Í forsendum var ekki tekin afstaða til þess hvort flugvöllur væri áfram á svæðinu heldur kallað eftir hugmyndum um þróunarmöguleika. Dómnefndina skipuðu Dagur B. Eggertsson, formaður, borgarfulltrúarnir Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, Joan Busquets prófessor í borgarskipulagi og arkitektarnir Steve Christer, Kees Kaan og Hildebrand Machleidt. Sýningin er unnin í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar. Sýningarstjóri er Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur.
Samhliða sýningunni var gefin út afar vegleg bók með öllum tillögunum og er hún seld í Hafnarhúsinu á litlar 3.000,- krónur.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.25.2015