News

Listasafn Islands

Erró - Ofurhetjur - 7. febrúar – 27. apríl 2008

Hér eru á ferðinni verk sem nota myndmál ofurraunsæis og teiknimynda þar sem frásögnin er flókin og yfirgengileg. Verkin eru öll úr safneign Listasafns Reykjavíkur en Erró hefur gefið Reykjavikurborg ómetanlega listaverkagjöf.

Á sýningunni eru meðal annars tvö stór verk sem sækja myndefni beint í kraftmikinn heim myndasagna þar sem ofurhetjur skipa höfuðhlutverk. Þetta eru Vísindaskáldskaparvíðátta sem er rúmlega 13 metra langt málverk og stæðsta verk Errós í eigu Listasafns Reykjavíkur og Leyndardómurinn afhjúpaður sem einnig er risastórt verk sem segir kraftmikla sögu. Annað verk á sýningunni er Ghost Rider eða Næturriddari þar sem þessi þekkta myndasöguhetja skipar meginhlutverk en á síðasta ári var gerð kvikmynd eftir þeirri sögu með Nicolas Cage í aðalhlutverki.

Sýningarstjóri Ólöf K. Sigurðardóttir.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.05.2015