News

Listasafn Islands

ÞÖGN, ERRÓ - OFURHETJUR, FIMMTUDAG 7. FEBRÚAR KL. 17:00

Framhald greinarinnar fjallar ekki um kvikmyndina sem slíka heldur andartakið þegar kyngimögnuð þögn ríkir í huga LaMotta rétt áður en hann rekur Sugar Ray síðasta rothöggið, atriði sem sýningarstjórinn segist aldrei þreytast á að horfa á aftur og aftur, „...til að minna mig á að í hringiðu geðshræringa, ofbeldis og ringulreiðar er þögn," ritar hann.
Þögnin á sér ólíkar birtingarmyndir en á sýningunni er varpað ljósi á það hversu þögnin er vanmetin og það hvernig hún hefur að vissu leyti snúist upp í áreiti í okkar nútíma samfélagi.
Fyrir sýninguna hefur Ransu valið fjóra kunna myndlistarmenn; þau Finnboga Pétursson, Finn Arnar Arnarson, Harald Jónsson og Hörpu Árnadóttur til að gefa sig á vald þagnarinnar. Listaverk þeirra eru unnin með ólíkri nálgun á viðfangsefninu en með sama markmið: Að skapa vettvang þar sem þögn ríkir.  Verk Haraldar er unnið úr hljóðeinangrandi efni, Harpa nálgast þögnina með ljóðrænu og hæglátu málverki, Finnbogi vinnur með þögnina sem skapast á milli hljóðs og hreyfingar og Finnur, sem bjó í sýningarrýminu fyrir opnunina, flytur út og skilur eftir sig þögn af tilvistarlegum toga. 

Sýningarstjóri JBK Ransu

 

ERRÓ - OFURHETJUR
Hinn ástæli myndlistarmaður Erró gerði stuttan stans á Íslandi fyrir skömmu til að árita bók um æviferil sinn sem nýlega kom út. Erró á enn þá stóran hóp aðdáenda sem sýndi sig í aðsókninni, en bækur og eftirprentanir eftir listamanninn runnu út eins og heitar lummur.
Á fimmtudaginn verður opnuð ný sýning í Hafnarhúsinu á verkum Errós. Sýningunni er ætlað að höfða til efri bekkja grunnskólans en þar eru ofurhetjur í aðalhlutverki. Á sýningunni eru meðal annars tvö stór verk sem sækja myndefni beint í kraftmikinn heim myndasagna. Þetta eru Vísindaskáldskaparvíðátta, sem er rúmlega 13 metrar að lengd og stærsta  verk Errós í eigu Listasafns Reyrkjavíkur og Leyndardómurinn afhjúpaður, sem einnig er risastórt verk sem segir kraftmikla sögu. Meðal annarra verka á sýningunni er Ghost Rider eða Næturriddari en á síðasta ári var gerð kvikm ynd eftir samnefndri persónu, sem skartar Nicolas Cage í aðalhlutverki.
Sýningin hentar vel unglingastigi grunnskólans, en öllum skólabörnum er boðin ókeypis leiðsögn um sýningar safnsins. Auk þess er öllum reykvískum áttundubekkingum boðin ókeypis rútuferð á safnið í fylgd kennara. Fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur hefur unnið skemmtilegt  og fróðlegt verkefni í tengslum við Erró sem er tilvalið fyrir eldri grunnskólanema.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.21.2015