News

Listasafn Islands

Sámal Mikines, Nína Sæmundsson, Laugardaginn 26. janúar kl. 16:00

MIKINES
Á sýningum sem forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, opnar á Kjarvalsstöðum næskomandi laugardag gefst færi á að skoða lykilverk þessara listamanna, í sitthvoru sýningarýminu.
Sýning Mikines verður í vestursal Kjarvalsstaða og er þetta fyrsta yfirlitssýning á verkum hans á Íslandi. Sýnd verða um 50 málverk sem spanna hálfrar aldar feril listamannsins. Mikines stríddi við ýmsan krankleika á ævi sinni, en þrátt fyrir það standa eftir hann stórbrotin verk af náttúru, landslagi og daglegu lífi Færeyinga allt fram á síðari hluta síðustu aldar. Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafnið í Færeyjum sem hefur á sama tíma fengið verk að láni úr Kjarvalssafni Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
Í tilefni af sýningaropnun Mikinesar mun færeyski listamaðurinn Bárður Jákupsson vera með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 27. janúar kl. 15:00.
NÍNA SÆMUNDSSON
Vesturforsalur Kjarvalsstaða er umgjörð  höggmynda Nínu Sæmundsdóttur. Verk Nínu, Móðurást, hefur fyrir löngu unnið sér sess í borgarlandslaginu, en það var fyrsta listaverk konu sem var sett upp í almenningsrými í Reykjavík. Þetta var árið 1928. Árið 2004 færði náinn ættingi Nínu, Ríkey Ríkarðsdóttir, Listasafni Reykjavíkur ellefu höggmyndir eftir Nínu til eignar, sem mikill fengur er af og eru þær nú sýndar saman í fyrsta skipti á safninu.
Nína var víðförul en lengst af bjó hún í Bandaríkjunum, bæði í New York og Hollywood. Meðal opinberra verka hennar þar má nefna höggmynd fyrir Waldorf Astoria hótelið í NY en hún var einnig kunn fyrir brjóstmyndir af frægum leikurum í Hollywood og ber þar hæst granítmynd sem hún gerði af Hedy Lamarr.

ÓKEYPIS AÐGANGUR - OPIÐ DAGLEGA 10-17
HAFNARHÚS OPIÐ Á FIMMTUDÖGUM TIL KL. 22:00
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.18.2015