News

Listasafn Islands

HREINN FRIÐFINNSSON, SUNNUDAG 20. JANÚAR, LISTSMIÐJA OG LEIÐSÖGN LISTAMANNA

LEIÐSÖGN KL. 15:00
Listamennirnir Ingólfur Arnarson og Birta Guðjónsdóttir eru fulltrúar ólíkra kynslóða í myndlist og miðar leiðsögn þeirra að því að skoða verk Hreins út frá þeim áhrifum sem hann hefur haft á listsköpun þeirra og annarra samtímamanna.
Ingólfur hefur gegnt prófessorsstöðu við  Listaháskóla Íslands og verið mikilvirkur í myndlistinni frá því á áttunda áratugnum. Þann sama áratug fæddist Birta en hún hefur látið að sér kveða í myndlistinni undanfarin ár og rak m.a. eigið sýningarými.
Á sýningu Hreins í Hafnarhúsinu eru til sýnis ljósmyndir, teikningar og þrívíð verk sem spanna feril listamannsins frá upphafi.

Sýningin er unnin í samstarfi við Serpentine Gallery í London þar sem hún var sýnd á síðasta ári.

Sýningarstjóri er Kitty Scott.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.58.2015