News

Listasafn Islands

FALINN FJÁRSJÓÐUR Leiðsögn Þorbjargar Br. Gunnarsdóttur, sunnudaginn 16. desember kl. 15:00

Hvítasunnudagur er eitt merkasta verk Kjarvals í kúbískum stíl en það kom í leitirnar í Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári eftir langa leit. Kjarval málaði Hvítasunnudag þegar hann hafði nýlokið námi við Konunglegu dönsku listaakademíuna árið 1917 og færði það vinafólki sínu að gjöf.
Kolateikningar Kjarvals, sem fundust upp á háalofti gamla Stýrimannaskólans í Reykjavík sumarið 1994, eru einnig meðal fágætra verka á sýningunni. Þar eru einnig verk eftir listamennina Finn Jónsson, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason, Nínu Tryggvadóttur, Zakarias Mikines, Braga Ásgeirsson, Kára Svensson, Elías B. Halldórsson, Ian Sharpe, Eggert Pétursson, Guðrúnu Einarsdóttur, Georg Guðna, Hlaðgerði Írisi Björnsdóttur, Jón B. Ransú, Sigurð Árna Sigurðsson og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson.

 

Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.03.2015