News

Listasafn Islands

LJÚFIR HÁDEGISTÓNAR Á KJARVALSSTÖÐUM, Mánudaginn 19. nóvember kl. 12:15

Efnisskrá tónleikanna er sem hér segir en tveir félagar tríósins, þeir Gunnar Kvaran og Peter Máté flytja tónlistina að þessu sinni.

Johannes Brahms
          Sónata í e-moll Op. 38
          2. Allegretto quasi Menuetto

Sergeí Rakhmanínov
        Vocalise Op. 34 nr. 14

Dímítríj Sjostakovitsj
        Sónata Op. 40
        1. Allegro non troppo
        2. Allegro

Tónleikarnir hefjast allir kl. 12:15 og standa yfir í um hálftíma. Þeir fara fram í austursal Kjarvalsstaða þar sem nú er sýnt úrval af verkum Kjarvals. Kaffistofa Kjarvalsstaða er opin og býður upp á úrval veitinga á sanngjörnu verði.  Aðgöngumiðinn kostar kr. 500 og gildir einnig á sýningar á Kjarvalsstöðum, Hafnarhúsi og í Ásmundarsafni í þrjá daga. Sjá hér nánar sýningar í Listasafni Reykjavíkur.
Næstu tónleikar Tríós Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum verða 17. desember þar sem leikin verður tónlist í anda jólanna.

Tríó Reykjavíkur
Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Það var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Halldóri. Á ferli sínum hefur tríóið komið fram á fjölmörgum tónleikum víða um Ísland og einnig farið í tónleikaferðir til Danmerkur og auk þess komið fram í Þýskalandi, Finnlandi, Prag og London og einnig leikið í hinu nýja tónlistarhúsi Grænlendinga.

Hljóðritanir með leik tríósins hafa verið leiknar víða í evrópskum útvarpsstöðvum. Geisladiskur kom út árið 2000. Meðlimir tríósins eru allir kennarar við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og er tríóið staðarkammerhópur skólans. Tríóið fór í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna árið 2003, þar sem það kom m.a. fram í beinni útsendingu á klassísku útvarpsstöðinni í Chicago. Sumarið 2006 fór Tríó Reykjavíkur í tónleikaferð til Suður-Frakklands.

Tríó Reykjavíkur var útnefnt tónlistarhópur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007 og hlaut þá jafnframt þriggja ára styrk frá borginni til starfsemi sinnar.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.23.2015