News

Listasafn Islands

Málþing um Íslensku byggingarlistarverðlaunin á Kjarvalsstöðum, laugardaginn 3. nóvember kl. 14:00

 Á málþinginu munu höfundar tilnefninganna tíu kynna verk sín og dómnefnd gera grein fyrir niðurstöðu sinni ásamt því að efna til almennra umræðna.  Esa Laaksonen, sem á sæti í dómnefndinni, mun stýra málþinginu.
Esa Laaksonen hefur gegnt stöðu formanns Alvar Aalto Akademíunnar í Finnlandi frá 1999.  Hann hefur unnið á breiðum vettvangi að byggingarlist.  Meðal annars var hann aðalritstjóri finnska arkitektablaðsins Arkkitehti um fimm ára skeið og skrifar reglulega pistla um byggingarlist í stærsta dagblað finna Helsingin Sanomat, auk þess að hafa staðið fyrir ótal alþjóðlegum ráðstefnum og útgáfu bóka og uppsetningu sýninga um byggingarlist.

Laaksonen rekur eigin teiknistofu og hefur hlotið mörg verðlaun í samkeppnum ásamt því að sitja í dómnefndum, m.a. fyrir finnska arkitektafélagið SAFA ásamt fleiri trúnaðarstörfum m.a. fyrir Finnska Byggingarlistarsafnið og finnska menntamálaráðuneytið.  Hann hefur haldið fyrirlestra og komið að kennslu við marga arkitektaháskóla víða um heim.

Það er Arkitektafélag Íslands sem stendur að Íslensku byggingarlistarverðlaununum með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu.

Sýningin stendur til 11. nóvember.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.06.2015