News

Listasafn Islands

Eggert Pétursson, Leikur og leiðsögn með listamanninum, KJARVALSSTAÐIR, Sunnudaginn 28. október frá kl. 14:00

Á þeim sex vikum sem sýning Eggerts Péturssonar hefur verið uppi hafa tæplega 15.000 manns lagt leið sína á Kjarvalsstaði. Á sýningunni eru rúmlega fimmtíu verk eftir Eggert sem gefa góða mynd af ferli hans frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1980 og til dagsins í dag. Þar gefst einnig kostur á að líta skissur listamannsins sem sýna vel hvernig lítil blýantsteikning verður að fullburða olíumálverki.

Athygli er vakin á að þetta er næstsíðasta sýningarhelgi Eggerts Péturssonar á Kjarvalsstöðum. Sýningunni lýkur 4. nóvember.

Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10 - 17.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.26.2015