News

Listasafn Islands

SKEMMTILEGUR SUNNUDAGUR MEÐ GJÖRNINGAKLÚBBNUM, Hafnarhús Sunnudag 30. september kl. 14:00

Hin hefðbundna sunnudagsleiðsögn verður með breyttu sniði í Hafnarhúsinu þennan dag en þá mun sýningarstjórinn, Yean Fee Quay, vera með leiðsögn á ensku um sýningu Gjörningaklúbbsins sem hefst klukkan 15:00.

 

 

 

FJÖLBREYTT FRÆÐSLA Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR 
Fyrir réttu ári hóf Listasafn Reykjavíkur reglulega sunnudagsdagskrá sem helguð er börnum og fjölskyldufólki og mælst hefur afar vel fyrir. Sunnudagsdagskráin var jafnan á Kjarvalsstöðum en nú hefur verið afráðið að halda sunnudagsdagskránni úti einu sinni í mánuði og fara með hana á milli Kjarvalsstaða, Hafnarhússins og Ásmundarsafns.

Eitt af meginmarkmiðum Listasafns Reykjavíkur er að miðla sýningum til ólíkra hópa þjóðfélagsins á hvaða aldursskeiði sem er. Fræðsludeild Listasafns Reykjavíkur tekur að jafnaði á móti 10.000 skólanemum á hverju ári þar sem leiðsögnin er sniðin að þroska og þörfum hvers hóps fyrir sig. Alla sunnudaga klukkan 15:00 er leiðsögn í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum en auk þess býður Listasafn Reykjavíkur upp á fasta leiðsögn á ensku alla föstudaga klukkan 15:00 á Kjarvalsstöðum.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.29.2015