News

Listasafn Islands

Jóní Jónsdóttir Listamannsspjall í Hafnarhúsinu Sunnudag 9. september kl. 15:00

Jóní Jónsdóttir, einn þremenninganna í Gjörningaklúbbnum, tekur þátt í leiðsögn um sýningu klúbbsins sunnudaginn 9. september kl. 15:00.
Sýning Gjörningaklúbbsins var opnuð í Hafnarhúsinu síðastliðinn föstudag og hefur vakið verðskuldaða athygli. Sýningin er aðallega í þremur sölum hússins en teygir anga sína út á ganga, salerni og utan á húsið.
Þetta er fyrsta yfirlitssýningin á verkum Gjörningaklúbbsins en hún gefur góða yfirsýn yfir þróun hópsins á þeim ellefu árum sem hann hefur starfað saman. Á sýningunni eru myndbönd af gjörningum, ljósmyndir, vídeóverk, þrívíð verk, búningar klúbbsins og aðrir munir sem tengjast ferli hópsins.


Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.58.2015