News

Listasafn Islands

STEFNUMÓT VIÐ ÖSSUR FIMMTUDAG 23. ÁGÚST KL. 12.00

Að þessu sinni er iðnhönnun í forgrunni sem fulltrúar frá Össuri kynna fyrir gestum. Framlag Össurar til sýningarinnar er gervifótur með gervigreind sem hlotið hefur tilnefningu til Íslensku sjónlistarverðlaunanna 2007 fyrir framúrskarandi hönnun. 
Fóturinn er alíslensk hönnun og getur líkt eftir hreyfingu venjulegs fótar. Hann bregst við breyttum aðstæðum, hvort sem gengið er upp stiga, brekku eða á jafnsléttu og gerir göngulag eðlilegt auk þess að minka líkamlegt álag. Í hönnuninni var ekki reynt að líkja eftir útliti fótar, en til grundvallar tilnefningu til Sjónlistarverðlaunanna er talið að með fætinum hafi tæknihönnun á Íslandi náð nýjum hæðum.

Stefnumótið við fulltrúa Össurar hefst kl. 12.00 og stendur yfir í tuttugu mínútur. Að því loknu er hægt að bregða sér í kaffiteríu Kjarvalsstaða sem býður upp á úrval veitinga.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.17.2015