News

Listasafn Islands

RONI HORN KVEÐUR - GJÖRNINGAKLÚBBURINN Í STARTHOLUNUM

MY OZ ? Roni Horn
Sýning Roni Horn í Hafnarhúsinu markar ákveðin tímamót í ferli listakonunnar sem fyrsta yfirlitssýning hennar á Norðurlöndum. Sýningin er einn af stærri myndlistarviðburðum á Íslandi á síðustu misserum, enda hefur hún víða vakið athygli og ratað á síður virtustu listatímarita í Evrópu og Bandaríkjunum. 
Á sýningunni eru verk frá ferli Roni Horn sem unnin eru í ólíka miðla en auk þess sýnir listakonan í fyrsta sinn mikilfenglegan glerskúlptúr sem fangar athyglina á augabragði. Listasafnið hefur gefið út veglega bók um Roni Horn í tilefni sýningarinnar.

D-4 ? Daníel Björnsson
Daníel Björnsson er fjórði listamaðurinn til að sýna verk sín í sýningaröð ungra listamanna í D-salnum. Daníel hefur unnið að list sinni í Berlín og Reykjavík þar sem hann hefur verið mikilvægur gerandi og hreyfikraftur meðal ungra listamanna.

Sýning Gjörningaklúbbsins verður kynnt nánar þegar nær dregur

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.56.2015