News

Listasafn Islands

Menningarnótt í Listasafni Reykjavíkur

HAFNARHÚS OPIÐ 10:00 - 22:00

Hafnarhúsið verður opið frá kl. 10 til kl. 22 á Menningarnótt. Allt iðar af lífi og fjöri og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem er það tengist myndlist og leiðsögnum, sem túlkaðar eru yfir á nokkur tungumál, listsmiðju eða bara því að slappa af undir þægilegri tónlist, fá sér snúning og njóta góðra veitinga. Í Porti Hafnarhússins verður mikil stemning eins og alltaf á Menningarnótt. Þar verður opið allan daginn og hægt að tylla sér niður og kaupa veitingar á vægu verði.

DAGSKRÁ Í HAFNARHÚSI:

Kl. 16 – 20 Listsmiðja

Listsmiðja fyrir alla fjölskylduna í fjölnotasal

Kl. 16:00 Englakór syngur barnalög frá ýmsum löndum

Kór þrjátíu bana á aldrinum 3 - 7 ára flytur barnalög frá öllum heimsins hornum á ýmsum tungumálum. Stjórnandi Natalía Chow.

Kl. 17:00 Complete Vocal Institute

Fram koma íslenskir söngvarar sem voru að ljúka eins árs diploma námi fyrir atvinnusöngvara frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Söngvarar: Jóhanna Linnet, Sesselja Kristjánsdóttir, Sigursveinn Þór Árnason, Erlendur Eiríksson, Kristjana Skúladóttir, Sara Blandon og Guðný Þorsteinsdóttir.

Kl. 18:00 Blikandi stjörnur

Hópur af fötluðum söngvurum úr Hinu Húsinu flytur skemmtilega sön gdagskrá með íslenskum dægurlögum. Stjórnandi hópsins er Ingveldur Ýr.

Kl. 18:30 D4 – Leiðsögn um sýninguna

Stutt leiðsögn um sýningu Daníels Björnssonar í D- salnum.

Kl. 19:00 Erró – Leiðsögn um sýninguna, túlkuð á táknmáli

Allir velkomnir í leiðsögn um sýningu á verkum þessa vinsæla listamanns – þó eru yngri gestir sérstaklega velkomnir. Leiðsögnin verður túlkuð á táknmál.

Kl. 19.30 – 21:30 - Franskt dansiball - Voulez-vous danser avec moi?

Alliance francaise og Listasafn Reykjavíkur bjóða gestum Menningarnætur á dansiball í Hafnarhúsinu á Menningarnótt. Slegið verður upp hefðbundnu frönsku dansiballi þar sem gestir geta iðkað suðrænar fótamenntir, eða hoppað með eigin aðferð, við undirleik tríós harmónikkuleikarans Vadim Fedorovs. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hilmarsson, gítar, og Leifur Gunnarsson , kontrabassi. Lagavalið samanstendur af þekktum danslögum frá fyrri hluta 20. aldar, en síðan þróast dansiballið bara eftir stemningunni eins og vera ber. Aðgangur er ókeypis, en gestum stendur til boða að kaupa sér osta og rauðvín og sökkva sér í anda franskrar menningar.

Kl. 20:00 Erró – Leiðsögn um sýninguna, túlkuð á tælensku

Allir velkomnir í leiðsögn um sýningu á verkum þessa vinsæla listamanns – þó eru yngri gestir sérstaklega velkomnir. Leiðsögnin verður túlkuð á tælensku.

Kl. 21:00 Roni Horn – Leiðsögn um sýninguna

Leiðsögn um verk Roni Horn með þátttöku Hafþórs Yngvasonar safnstjóra.

SÝNINGAR Í HAFNARHÚSI:

MY OZ ? Roni Horn

Ein yfirgripsmesta sýning á verkum þessa heimskunna listamanns á Norðurlöndum. Lögð er áhersla á verk sem Roni Horn hefur gert á Íslandi. Á sýningunni eru ljósmyndir, þrívíð verk, teikningar og bækur svo eitthvað sé nefnt.

ERRÓ

Sýning úr Erró safneigninni þar sem m.a. sýnd eru mörg af lykilverkum Errós. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir.

D-4 ? Daníel Björnsson

D-salurinn er sýningaröð ungra listamanna. Daníel Karl Björnsson (f.1974) hefur unnið að list sinni í Berlín og Reykjavík þar sem hann hefur verið mikilvægur gerandi og hreyfikraftur meðal ungra listamanna.

-ATHUGIÐ AÐ UM SÍÐUSTU SÝNINGARHELGI ER AÐ RÆÐA Á SÝNINGUM HAFNARHÚSSINS-

 

KJARVALSSTAÐIR OPNIR 10:00 - 22:00

Á Kjarvalsstöðum verður skemmti- og fræðsludagskrá í fyrirrúmi. Hæst ber þar málþing og umræður um hönnun með þátttöku lykilfólks úr íslensku hönnunarumhverfi. Kjarvalsstaðir verða opnir gestum og gangandi og eru tónleikagestir Miklatúns sérstaklega boðnir velkomnir í kaffiteríu staðarins sem býður upp á veitingar við allra hæfi sem borða má inni eða taka úr húsi.

 

DAGSKRÁ:

KVEIKJA – opin listsmiðja í norðursal allan daginn

Íspinnaprik koma á óvart og þau má nota til ýmissa hluta.

Allan daginn er opin, skapandi og skemmtileg listsmiðja fyrir alla fjölskylduna í norðursal Kjarvalsstaða þar sem íspinnaprik eru notuð til að fá útrás fyrir sköpunargleðina. Þar eru einnig skemmtilegar leikfangaeiningar hönnuðarins Ólafs Ómarssonar hjá Bility se m bjóða upp á fjölbreytta möguleika í höndum hagleikinna einstaklinga.

MÁLÞING

Kl. 13:00–15:00 Málþing um stöðu og gildi íslenskrar hönnunar

Málþingið verður tvískipt. Fyrrihlutinn fjallar um hugmyndaheim íslenskra hönnuða, sérstöðu þeirra eða einsleitni og þann brunn sem íslenskir hönnuðir sækja innblástur í. Síðari hlutinn fjallar um gildi íslenskrar hönnunar fyrir íslenskan iðnað og stöðu á alþjóðlegum markaði auk þess sem fjallað verður um kosti þess og galla að starfa á litlum markaði.

Þátttakendur eru Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir – sýningastjóri MAGMA/KVIKU, Guðmundur Oddur – prófessor við Listaháskóla Íslands, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir – hönnuður, Hrafnkell Birgisson – hönnuður og formaður samtaka hönnuða - FORM Ísland, Elísabet V. Ingvarsdóttir – hönnunarsagnfræðingur og innanhússarkitekt, Guðbjörg Gissurardóttir – framkvæmdastjóri Hönnunarvettvangur, Katrín Pétursdóttir – hönnuður og listamaður og Finnur Árnason - Nýsköpunarsjóði. Stjórnandi er Þorsteinn J. Vilhjálmsson.

Kl. 18:30 MAGMA/KVIKA - Leiðsögn

Stutt leiðsögn um sýningu á verkum íslenskra samtímahönnuða.

Kl. 19:30 MAGMA/KVIKA - Leiðsögn

Stutt leiðsögn um sýningu á verkum íslenskra samtímahönnuða.

Kl. 20:00 K-þátturinn – Leiðsögn um Kjarval

Sýningarstjórinn Einar Garibaldi gengur um sýninguna með gestum. Leiðsögnin verður túlkuð á táknmál.

Kl. 20:30 MAGMA/KVIKA - Leiðsögn

Stutt leiðsögn um sýningu á verkum íslenskra samtímahönnuða.

Kl. 21:30 MAGMA/KVIKA - Leiðsögn túlkuð á táknmáli

Stutt leiðsögn um sýningu á ver kum íslenskra samtímahönnuða. Leiðsögnin verður túlkuð á táknmáli.

Sýningar sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum:

MAGMA/KVIKA ? Íslensk samtímahönnun

Ein viðamesta sýning sem sett hefur verið upp á íslenskri samtímahönnun sem um áttatíu hönnuðir taka þátt í. Svið sýningarinnar spannar ótal víddir hönnunar, svo sem húsgögn, fatnað, ljós, skartgripi, byggingarlist, vefnað, tækninýjungar og matargerð.

KVEIKJA ? opin listsmiðja

Gestum safnsins er boðið að virkja eigið ímyndunarafl og sköpunarþörf með skemmtilegum pinnum og leikfangaeiningum.

K-þátturinn ? Málarinn Jóhannes S. Kjarval

Á sýningunni eru verk og ferill Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi Kjarvals. Listasögunni og goðsögninni um meistarann er vikið til hliðar í því skyni að varpa nýju ljósi á verk Kjarvals fyrir samtímann. Sýningarstjóri er myndlistarmaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson.

AÐGANGUR ER ÓKEYPIS Á ALLA VIÐBURÐI MENNINGARNÆTURPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.50.2015