Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.15.2015

News

Listasafn Islands

Vika 41 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur

Skoða í vafra     English version                 
Kjarval og Rodchenko Listamannsspjall Fyrirlestur Rodchenko Pétursborg
Vika 41 - Fréttabréf Listasafns Reykjavíkur
Sýning á nýjum verkum Errós verður opnuð í Hafnarhúsinu laugardaginn 12. október kl. 16 að listamanninum viðstöddum. Friðarsúlan verður tendruð miðvikudaginn 9. október og er boðið upp á ferðir út í Viðey að því tilefni. Á sunnudaginn heldur dagskráin Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur áfram og að þessu sinni mun Sigurður Pálsson skáld ræða um stefnur og strauma í listum og menningu í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar.  Nú má nálgast myndir frá sýningaropnun á Kjarvalsstöðum um liðna helgi á Facebook síðu Listsafns Reykjavíkur.
Erró sýningaropnun

Hafnarhús

Sýningin, Erró: Heimurinn í dag verður opnuð í Hafnarhúsinu laugardaginn 12. október kl. 16 að viðstöddum listamanninum.  Á sýningunni eru tæplega 70 verk sem Erró hefur gefið Listasafni Reykjavíkur síðustu tvö ár. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, opnar sýninguna. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran.

Við sama tækifæri afhendir Erró verðlaunafé og viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr. Sjóðinn stofnaði Erró til minningar um frænku sína Guðmundu og er honum ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Nánar...


Færa í dagbók:
Facebook      
Friðarsúlan tendruð

Viðey

Friðarsúla Yoko Ono verður tendruð við hátíðlega athöfn á fæðingardegi John Lennons, þann 9. október kl. 20. Boðið verður upp á fría siglingu yfir sundið til Viðeyjar og öllum gefin kostur á því að vera viðstaddir tendrunina. Tónlistamaðurinn Pétur Ben flytur lög í Viðeyjarnausti og Kammerkór Suðurlands syngur við verkið. Þá verða Óskatré Yoko Ono staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið óskir sínar eftir.

Dagskráin hefst kl. 19 en siglingar frá Skarfabakka til Viðeyjar standa frá kl. 18 - 19.45. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Ásmundur Sveinsson: Meistarahendur

Ásmundarsafn

Á sunnudaginn verður áframhald á þeirri kynningu sem hófst í vor á Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara.  En það er í tilefni af því að í ár eru 120 ár liðin frá fæðingu hans. Að þessu sinni mun Sigurður Pálsson skáld ræða um stefnur og strauma í listum og menningu í Frakklandi á fyrri hluta 20. aldar, en Ásmundur dvaldi í París á þriðja áratugnum. Sigurður var sjálfur við nám í París frá 1967 til 1974 og aftur frá 1977 til 1982.

Dagskráin hefst klukkan 15. Aðgangur er kr. 1200. Frítt er fyrir handhafa Menningarkorta. Nánar...

Færa í dagbók:
Facebook      
Ljósmyndir frá Kjarvalsstöðum

Kjarvalsstaðir

Bylting í ljósmyndun, yfirlitssýning á verkum Alexanders Rodchenkos, eins áhrifamesta listamanns Rússlands á fyrri hluta 20. aldar var opnuð í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum, laugardaginn 5. október. Þá var jafnframt opnuð sýningin Mynd af heild 2 - Kjarval bankanna en sýningin er framhald af þeirri viðleitni Listasafns Reykjavíkur að draga fram víðtæka mynd af ferli Jóhannesar S. Kjarvals. Ljósmyndir frá opnununum, auk fyrirlestrar Godds og Ragnheiðar Kristínar Pálsdóttur um sýningu Rodchenko sem fram fór á Kjarvalsstöðum 6. október má finna hér.

Facebook      
Yfirstandandi sýningar
Anna HallinBrunnarSagnabrunnurKaflaskipti
                                                                       
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl 13-17