News

Listasafn Islands

VIKA 21 - Sýningaropnun Andreu Maack og Hugins Þórs Arasonar / 3 Gjörningar Magnúsar Pálssonar / Björn Roth / Hanna Styrmisdóttir / Ilmsmiðja fyrir ungt fólk / Wagner tónleikar

    Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

 

VIKA 21 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Andrea Maack og Huginn Þór Arason opna sýninguna Kaflaskipti í Hafnarhúsinu á laugardaginn og á sunnudaginn verður boðið upp á Ilmsmiðju fyrir ungt fólk í tengslun við sýninguna. Listahátíð í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur standa saman að yfirlitssýningu um Gjörninga Magnúsar Pálssonar sem opnaði í Hafnarhúsinu á laugardaginn. Boðið verður upp á 2 gjörninga Magnúsar Pálssonar í vikunni, auk þess sem Björn Roth mun rifja upp samtarf Magnúsar við Dieter Roth í hádegisspjalli á fimmtudaginn. Á sunnudaginn mun Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík leiða gesti um sýningu Magnúsar. Anna Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum á sunnudaginn í tilefni af 200 ára afmæli Wagners.

 

 

BJÖRN ROTH TEKUR ÞÁTT Í HÁDEGISSPJALLI
HAFNARHÚS, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ KL. 12:15


Björn Roth
Björn Roth.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Björn Roth tekur þátt í hádegisspjalli í tengslum við yfirlitssýningu Magnúsar Pálssonar og rifjar upp samstarf  Magnúsar við Dieter Roth,  föður Björns. En um nokkurra ára skeið deildu þeir Magnús og Dieter vinnustofu í Reykjavík. Saman voru þeir leiðandi í miklum umbreytingum sem áttu sér stað í íslenskri myndlist á sjöunda og áttunda áratugnum.

Magnús hefur verið einn áhrifamesti listamaður hér á landi síðustu sex áratugi og hefur alla tíð starfað á mörkum leikhúss, tónlistar og myndlistar. Sem leikmyndahönnuður á 6. áratug síðustu aldar kom hann fram með annars konar formvitund og nútímalegri sýn á leikhúsið en íslenskir áhorfendur áttu að venjast. Magnús er þekktastur fyrir skúlptúra sem byggjast á gjörningum sem hann gerði á 8. áratug síðustu aldar en einnig fyrir aðra gjörninga sem hann hefur gert síðustu þrjá áratugi. Stærsta áhugamál hans og viðfangsefni margra verka eru hljóð og hrynjandi tungumálsins og hið rýmisbundna form þess, en leikur og grín eru aldrei víðs fjarri.

Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins en nánari upplýsingar má finna á www.listasafnreykjavikur.is/heimsokn, allir velkomnir.

 

 

 

MAGNÚS PÁLSSON: ÆVINTÝR / ÞRÍGALDUR ÞURSAVÆNN
HAFNARHÚS, FIMMTUDAG 23. MAÍ KL. 18


Magnús Pálsson, Ævintýr
Magnús Pálsson, Ævintýr.


Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Tveir gjörningar fara fram í tengslum við sýninguna Lúðurhljómur í skókassa á fimmtudaginn. Miðasala fer fram á www.miði.is og við innganginn í Hafnarhúsinu.

Ævintýr byggt á ítalskri þjóðsögu í endursögn Italo Calvino. Tónskáldin Atli Ingólfsson og Þráinn Hjálmarsson nálgast hér verkið út frá sjónarhóli tónlistarinnar sem fólgin er í tungumálinu og sem er rauður þráður í gjörningum Magnúsar. Flytjendur: Bergur Ingólfsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigurður Skúlason, Una Margrét Jónsdóttir. Tilreiðsla og leikstjórn: Atli Ingólfsson og Þráinn Hjálmarsson.

Þrígaldur þursavænn í útfærslu nemenda Listaháskóla Íslands. Stjórnandi: Ingibjörg Magnadóttir. Aðstoðarstjórnandi: Jóhanna Friðrika Sæmundardóttir.

Verð 2.000 -kr.

 

 

 

SÝNINGAROPNUN - HUGINN ÞÓR ARASON OG ANDREA MAACK: KAFLASKIPTI
HAFNARHÚS, LAUGARDAGINN 25. MAÍ KL. 16Andrea Maack og Huginn Þór Arason.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Sýningin, Kaflaskipti hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar. Innsetning Andreu og Hugins Þórs er í formi sýningarsalar sem á að varpa ljósi á ákveðið tímabil. Þau leitast við að sýna ilminn í þrívíðu, byggingarlistarlegu og sveigjanlegu formi. Þau undirstrika þannig eiginleika ilms en erfitt getur verið að henda reiður á, hann er tímabundinn og ber með sér hugrænt andrúmsloft.

Ilmurinn sem um ræðir er einstakur og sérstaklega þróaður fyrir sýninguna í Hafnarhúsi. Sýningarstjórinn og listamennirnir áttu í samræðum um framtíð listasafna. Niðurstaða þeirra var orðalisti sem var sendur til sjálfstæðs ilmvatnsframleiðanda í Frakklandi. Verkefni framleiðandans fólst síðan í því að túlka lykilorðin á listanum og umbreyta þeim í lyktarupplifun. Andrea og Huginn Þór nota ilminn sem uppsprettu vangaveltna um eðli innsetningar sinnar.

Sýningarstjóri: Shauna Laurel Jones.

> Sjá nánar

 

 

 

ÚTIGJÖRNINGUR EFTIR MAGNÚS PÁLSSON - KROSS
LAGT AF STAÐ FRÁ HLJÓMSKÁLANUM, 25. MAÍ KL. 19:30Magnús Pálsson, ljósmynd Rafael Pinho.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Kross var fyrst fluttur árið 1996 í Hróarskeldu. Átta listamenn frá jafnmörgum löndum voru fengnir til að skipuleggja og leiða göngur hátíðargesta um borgina og fremja ýmsa gjörninga á leiðinni. Það kom í hlut Magnúsar að leiðsegja 250 manns um borgina.

Verkið verður nú endurgert sem hluti af sýningunni Lúðurhljómur í skókassa og stýrt af Guðmundi Oddi Magnússyni og Daníel Björnssyni, með þátttöku meðlima úr Táknmálskórnum, meðal annarra.

Lagt er stað frá Hljómskálanum kl. 19:30 á laugardag.

 

 

 

ILMSMIÐJA FYRIR UNGT FÓLK (12 ÁRA+)
HAFNARHÚS, SUNNUDAGINN 26. MAÍ KL. 14

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Myndlistarmennirnir Harpa Rún Ólafsdóttir og Áslaug Íris Katrín Friðriksdóttir, leiða smiðju fyrir ungt fólk næstkomandi sunnudag 26. maí kl.14 þar sem spilað er á skynfærin á skapandi hátt.

Ilmsmiðjan er unnin í tengslum við Kaflaskipti, sýningu Andreu Maack og Hugins Þórs Arasonar. Sýning þeirra hverfist um ilm sem ætlað er að fanga kjarna listasafns fjarlægrar framtíðar. Í innsetningunni leitast þau við að sýna ilminn í þrívíðu og sveigjanlegu formi. Þannig undirstrika þau eiginleika ilms en erfitt getur verið að henda reiður á, hann er tímabundinn og ber með sér hugrænt andrúmsloft. Kaflaskipti byggir á reynslu Andreu sem myndlistarmanns sem vinnur með ilm í list sinni og áhuga Hugins á að umbylta hlutverki sýningarsalarins.

Frítt er fyrir ungt fólk upp að 18 ára aldri. Allir velkomnir.

 

 

 

LÚÐURHLJÓMUR Í SKÓKASSA MEÐ HÖNNU STYRMISDÓTTUR
HAFNARHÚS, SUNNUDAG 26. MAÍ KL. 15Hanna Styrmisdóttir
Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Hanna Styrmisdóttir sýningarstjóri og listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík leiðir gesti um yfirlitssýningu Magnúsar Pálssonar sem nýlega opnaði í Hafnarhúsinu. 

Á sýningunni er hið skapandi tilraunarými á milli listgreina, eins og það hefur birst í gjörningum Magnúsar, gert lifandi og aðgengilegt fyrir áhorfendur. Hinir margvíslegu þræðir sem verk hans hverfast um eru endurtúlkaðir af tónskáldum, leikurum, myndlistarmönnum og listnemum. Sýningin verður smám saman til fyrir augum áhorfenda vikuna 18. - 25. maí, samhliða því að fimm gjörningar Magnúsar verða endurfluttir í nýrri mynd og nýtt verk, Stuna, frumflutt.

Frítt er fyrir handhafa menningarkortsins en nánari upplýsingar má finna á www.listasafnreykjavikur.is/heimsokn, allir velkomnir.

 

 

 

WAGNER 200 ÁRA - TÓNLEIKAR
KJARVALSSTAÐIR, SUNNUDAG 26. MAÍ KL. 17Anna Jónsdóttir, Richard Simm og Wagner.

Færa í dagbók:

Facebook - Google - Outlook

 


Anna Jónsdóttir sópran og Richard Simm píanóleikari halda tónleika á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 26. maí kl. 17.00 í tilefni af 200 ára afmæli Wagners. Á efnisskrá eru frönsku ljóðin frá fyrri hluta ferils Wagners og tvær aríur úr Lohengrin og Tannhäuser en þær voru samdar á fimmta áratug 19. aldar. Eftir hlé verða flutt Wesendonk ljóðin. Tónlistin við ljóðin var samin 1877 og 1878 og var að hluta eins konar formáli eða forstúdía að óperunni Tristan og Ísold og er því við hæfi að enda tónleikana á aríu úr þeirri óperu, Mild und leise.

Wagner var maður leikhúss, hugsjón hans var að sameina listir í eitt listform  gegnum leikhúsið (Gesamtkunstwerk). Verkin hans eru einnig innblásin af goðafræði, ekki síst norrænni goðafræði. Er því vel við hæfi að flytja tónlist hans á Listasafni og ekki síst á safni Kjarvals sem var maður dulúðar og hulduheima, umvafin stórbrotnum verkum hans sem vekja upp samtal milli heima.

Almennt miðaverð: 2800
Fyrir námsmenn og lífeyrisþega: 2500
Miðasala fer fram á staðnum

 

 
 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.12.2015