News

VIKA 14 - EINAR BÁRÐARSON / ANN REYNOLDS / ARKITEKTINN ÁSMUNDUR / LornaLAB / BEIN ÚTSENDING

   Skoða í vafra Facebook Twitter Áframsenda
 

English version

VIKA 14 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR
Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu velur verk vikunnar, Ann Reynolds listfræðingur og prófessor fjallar um Robert Smithson, Smári McCarthy, hönnuður og forritari flytur erindi á vegum LornaLAB og Pétur Ármannsson segir frá arkitektinum Ásmundi. Bein útsending á vefnum frá Flæði.
 

EINAR BÁRÐARSON VELUR VERK VIKUNNAR
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 4. APRÍL KL. 12.15

Einar Bárðarson
Einar Bárðarson
 

Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu segir gestum frá uppáhaldsverkinu sínu á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 4. apríl kl. 12.15.

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér verk á sýningunni.  Þau sem hafa nú þegar valið sér verk vikunnar eru Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur Dagsson, Steinunn Sigurðardóttir, Hrefna Sætran og Andri Snær Magnason. Hér er hægt að nálgast myndbönd þar sem þau segja frá vali sínu.

Flæði hefur tekið miklum breytingum frá því hún opnaði 2. febrúar en nú þegar hafa hafa um 330 verk verið sýnd. Alls er gert ráð fyrir að hátt í þúsund verk verði hengd upp á sýningartímanum sem stendur til 20. maí.

Viðburðarröðin á Verki vikunnar er haldið vikulega á fimmtudögum kl. 12.15 á meðan á sýningu stendur.

 
UMRÆÐUÞRÆÐIR: ANN REYNOLDS
HAFNARHÚS, FIMMTUDAG 4. APRÍL KL. 20


Ann Reynolds
 


Ann Reynolds listfræðingur og prófessor við háskólann í Austin, Texas flytur erindi í fyrirlestrarseríunni Umræðuþræðir í tengslum við sýningu Robert Smithson í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Í erindi sínu fjallar Ann Reynolds um hugmyndina um fjarlægðina í verkum Robert Smithson með sérstakri vísun í kvikmynd hans Spiral Jetty.

Umræðuþræðir er samvinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar og Listaháskóla Íslands. Með verkefninu er lagt uppi með að skapa vettvang hérlendis fyrir alþjóðleg tengsl og umræður í fyrirlestraröð ár hvert, með þátttöku áhrifamikilla sýningarstjóra, fræði- og listamanna. Bandaríska sendiráðið á Íslandi er aðalstyrktaraðili fyrirlestrarraðarinnar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn án endurgjalds.?Nánari upplýsingar um heildardagskrá Umræðuþráða 2012 er að finna hér.


 

LornaLAB: FRELSI VS. ÖRYGGI
HAFNARHÚS, LAUGARDAG 6. APRÍL KL. 13-15


Smári McCarthy
 


Gestur LornaLAB að þessu sinni er Smári McCarthy, hönnuður, forritari og áhugamaður um stafrænt frelsi. Hann fjallar um skörun frelsis og öryggis í netveruleikanum.

Hverjir vita hvað fólk gerir í tölvunum sínum og af hverju vilja þeir vita það? Framtíð netsins er örugglega óráðin en almenningur, ríkisstjórnir, aktívistar og listamenn geta (ennþá) togað í taumana. En hvar eru taumarnir og hvernig er hægt að hafa áhrif? Þessar spurningar verða teknar fyrir í opinni samræðu við þátttakendur.

LornaLAB var stofnað sumarið 2010 sem umræðugrundvöllur fyrir miðlun tæknilegrar þekkingar. Meðlimir samstakanna hafa staðið fyrir margvíslegum fyrirlestrum, smiðjum og umræðum sem lúta að nýrri tækni og möguleikum hennar í skapandi greinum. Meðlimir LornaLAB eru myndlistarmenn, tónlistarmenn, listamenn og aðrir áhugasamir, en nánari upplýsingar um félagsskapinn má finna hér: www.reykjavikmedialab.is

Viðburðurinn er liður í dagskrá Sequences VI og er öllum opinn að kostnaðarlausu. www.sequences.is


 
 
ARKITEKTINN ÁSMUNDUR SVEINSSON
ÁSMUNDARSAFN, SUNNUDAG 7. APRÍL KL. 14

 


Pétur Ármannsson arkitekt fjallar sunnudaginn 7. apríl kl. 14 um húsin sem Ásmundur Sveinsson reisti við Freyjugötu og Sigtún. Ásmundur reisti byggingarnar að mestu með eigin höndum og eru þær til vitnis um hagleik hans og dugnað.

Viðburðurinn er liður í dagskránni Ásmundur Sveinsson - Meistarahendur sem er skipulögð í  tilefni af því að í ár eru 120 ár frá fæðingu Ásmundar (1893-1982). Þar er sjónum beint að ýmsu sem einkenndi lífshlaup  Ásmundar. Þorgrímur Gestssonar rithöfundar sér um dagskránna í samstarfi við Ásmundarsafn. 

Viðburðurinn er öllum opinn og fer fram á íslensku. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, en nánari upplýsingar um aðgangseyri eru hér.


 

MÍLA SÝNIR BEINT FRÁ FLÆÐI Á KJARVALSSTÖÐUM
 Hægt er er að sjá beina útsendingu frá Flæði

 


Hægt er að fylgjast með sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í beinni útsendingu á vefnum livefromiceland.is með vefmyndavél Mílu. Útsendingin stendur til 20. apríl.

Míla streymir frá vinsælum ferðamannastöðum á vef sínum en þetta er í fyrsta skipti sem fyrirtækið sýnir beint frá málverkasýningu. Útsendingin er í tilefni af 40 ára afmæli Kjarvalsstaða. Sýningin tekur stöðugum breytingum en verkum er sífellt skipt út, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Áhorfendur geta því nú fylgst beint með starfinu og virt fyrir sér þau fjölbreyttu verk sem eru í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Mikil aðsókn hefur verið á Flæði frá því hún opnaði 2. febrúar en rúmlega tíu þúsund manns hafa nú þegar komið á sýninguna og margir koma oftar en einu sinni.  Útsendingin á netinu er tilvalið tækifæri til að njóta sýningarinnar á nýjan hátt.


 

 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 

Print Go back
 

Mobile | Contact us | Sitemap | Large/small     

 

 

Hafnarhus

Visit the museum
Open: 10:00 - 17:00
Thursday 10:00 - 20:00
 

Kjarvalsstadir

Visit the museum
Open 10 a.m. - 5 p.m.

 

 

 

Asmundarsafn

Visit the museum
1. May - 30. Sep. 10-5
1. Oct. - 30. Apr. 1-5