News

Listasafn Islands

VIKA 10 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

    Facebook Twitter Áframsenda

 

English version

FLÆÐI SMITHSON VINAMARS
Hrefna Sætran

UPPÁHALDS-
VERK HREFNU

RÝNT Í LANDSSLAG ÁSMUNDARSAFN

VIKA 10 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Hrefna Sætran velur verk vikunnar á Kjarvalsstöðum í hádeginu á fimmtudaginn og á sunnudaginn fá gestir Hafnarhússins leiðsögn frá myndlistarmönnum, rithöfundi og gagnrýnanda um sýningu Roberts Smithsons kl. 15. Handhafar menningarkortsins geta boðið vini með sér í Ásmundarsafn allan marsmánuð.

 

FLÆÐI - UPPÁHALDSVERK HREFNU SÆTRAN
HAFNARHÚS, MIÐVIKUDAG 7. MARS KL. 12:15


Hrefna Sætran

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

Sjá viðtöl
Sjá viðtöl við fyrri gesti.


Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til þjóðþekktra einstaklinga og beðið þá um að velja sér uppáhaldsverk á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum á hverjum fimmtudegi kl. 12.15.  Hrefna Sætran matreiðslumaður ætlar að segja frá vali sínu á verki vikunnar í samtali við gesti safnsins fimmtudaginn 7. mars.

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst gestum einstakt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.

Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, vakin er athygli á því að gestir sem mæta þrisvar á Flæði fá ókeypis inn í þriðju heimsókn og ókeypis árskort Listasafns Reykjavíkur.

Nú þegar hafa Jón Gnarr borgarstjóri, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og Hugleikur Dagsson valið uppáhaldsverk sín og hér má finna stutt myndbönd þar sem þau gera grein fyrir vali sínu.

Meðal næstu gesta má nefna Steinunni Sigurðardóttur, Andra Snæ Magnason og Einar Bárðarson.

 

KRISTINN E. HRAFNSSON, RAGNA SIGURÐARDÓTTIR OG BJARKI BRAGASON RÝNA Í LANDSSLAG ROBERTS SMITHSONS
HAFNARHÚS, SUNNUDAG 10. MARS KL. 15


Kristinn E. Hrafnsson
Ragna Sigurðardóttir


Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Kristinn E. Hrafnsson, Bjarki Bragason myndlistarmenn og Ragna Sigurðardóttir rithöfundur og gagnrýnandi ræða um sýningu Roberts Smithsons: Rýnt í Landslag næstkomandi sunnudag 10. mars kl. 15.

Robert Smithson (1938–1973) var einn áhrifamesti myndlistamaður á síðari hluta 20. aldar og var þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar (Land Art Movement). Á þessari sýningu er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971.

Verkið er eina umhverfislistaverk Smithsons í Evrópu en hann lést í flugslysi tveimur árum síðar, aðeins 35 ára gamall. Á sýningunni gefur að líta flesta þá miðla sem Smithson notaði í listsköpun sinni, svo sem teikningar, ljósmyndir, bréf og kvikmynd sem hann var að vinna að þegar hann lést. Verkin veita góða innsýn í hugmyndafræði Smithsons um endurnýjun iðnaðarlands og hvernig hann skipulagði og byggði upp verkið Brotinn hring/Spíralhæð. Einnig er að finna þrjár kvikmyndir um önnur umhverfislistaverk Smithsons: Spiral Jetty, Mono Lake og Swamp.

Viðburðurinn er öllum opinn og fer fram á íslensku. Frítt er fyrir handhafa Menningarkortsins, en nánari upplýsingar um aðgangseyri eru hér.

> Sjá nánar

 

 

MENNINGARKORTIÐ: VINAMARS Í ÁSMUNDARSAFNI
ÁSMUNDARSAFN, ALLAN MARSMÁNUÐÁsmundur Sveinsson, Andlit sólar, 1961

 


Listasafn Reykjavíkur býður öllum Menningarkorthöfum að taka með sér gest í Ásmundarsafn allan marsmánuð.

Viðfangsefni sýningarinnar Inn í kviku, sem nú stendur í Ásmundarsafni, er kvikan sem afhjúpast þegar verkin eru skoðuð og greind í samhengi við líf listamannsins Ásmundar Sveinssonar. Sýningin Inn í kviku er þríþætt og dregur fram ólíkar hliðar á Ásmundi hvað varðar inntak, form og tímaskeið.

Leitast er við að nýta húsið í Sigtúni sem rökréttan hluta af, og umgjörð um sýninguna ásamt höggmyndagarðinum í kringum húsið sem geymir mörg af þekktustu verkum listamannsins.

Sýningarstjórar eru Steinunn G. Helgadóttir myndlistarmaður og Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur.

Ásmundarsafn er opið alla daga í mars frá 13 - 17 og frá 10 - 17 frá 1. maí.

> Sjá nánar

 

 

 
 

Listasafn Reykjavíkur á:


Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo


 

 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   


Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.12.2015