News

Listasafn Islands

VIKA 8 - 2013 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

    Facebook Twitter Áframsenda
 

ENGLISH VERSION

 

FLÆÐI LORNALAB LIST-GEIMUR MÓTAÐ Í SAND

UPPÁHALDS-
VERK GUÐRÚNAR

RASPBERRY PI FYRIR KRAKKA FYRIR KRAKKA

 

VIKA 8 - FRÉTTABRÉF LISTASAFNS REYKJAVÍKUR

Fjölbreytti dagskrá er hjá Listasafni Reykjavíkur í þessari viku. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona velur uppáhaldsverkið sitt á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum á fimmtudag, í Ásmundarsafni verður boðið upp á skemmtilega listsmiðju fyrir krakka 21. og 22. febrúar. Vöruhönnuður frá fyrirtækinu Össur heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu á fimmtudag og LornaLAB kynnir smátölvu í Hafnarhúsinu á laugardag. Þá verður boðið upp á listsmiðjuna ,,Mótað í sand" í Hafnarhúsi á sunnudag.

 
FLÆÐI: UPPÁHALDSVERK GUÐRÚNAR ÁSMUNDSDÓTTUR
KJARVALSSTAÐIR, FIMMTUDAG 21. FEBRÚAR KL. 12:15Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona.

Horfa á myndband.
Hér má sjá stutt viðtal við
Jón Gnarr um verk vikunnar.

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til  þjóðþekktra einstaklinga og beðið þá að velja sér uppáhaldsverkið sitt á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum og segja frá því á hverjum fimmtudegi. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona segir gestum frá vali sínu á verki vikunnar, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12.15.

Á þessari óvenjulegu sýningu gefst almenningi einstætt tækifæri til að sjá stóran hluta af safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningin tekur stöðugum breytingum þá tæpu fjóra mánuði sem hún stendur yfir en verkum verður sífellt skipt út á sýningartímanum, jafnvel meðan gestir eru viðstaddir. Það má því búast við spennandi sýningu þar sem gestum gefst kostur á að kynnast safneign Listasafns Reykjavíkur á nýjan og spennandi hátt.

Verk vikunnar verður valið alla fimmtudaga kl. 12.15 meðan á sýningu stendur. Nánari útlistun á gestum hverju sinni má finna hér.

>Sjá nánar

 

 

 

LIST-GEIMUR, MINN HEIMUR: LISTSMIÐJA FYRIR KRAKKA (6 ÁRA +)
ÁSMUNDARSAFN, FIMMTUDAG 21. OG FÖSTUDAG 22. FEBRÚAR KL 14-16

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 

Boðið verður upp á tvær vinnusmiðjur í Ásmundarsafni fyrir krakka (6 ára+) fimmtudag og föstudag 21. og 22. febrúar frá kl. 14-16 undir leiðsögn Emmu Lindahl og Helenu Hansdóttur Aspelund listkennslunema við Listaháskólann.

Smiðjan er sett upp í tengslum við vetrarfrí sem stendur yfir í flestum grunnskólum þessa daga og er kjörið tækifæri til að eiga góða og skapandi samverustund með fjölskyldunni. Við hvetjum forráðamenn, foreldra, ömmur og afa að koma og taka þátt með börnunum.

>Sjá nánar

 

 

 

 

FYRIRLESTRARÖÐ | ÞRÓUN Í NÁVÍGI
HAFNARHÚS, FIMMTUDAG 21. FEBRÚAR KL. 20
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Fyrirtækið Össur er leiðandi á heimsvísu í hönnun og framleiðslu stoðtækja, spelkna og stuðningsvara. Hjá því starfa um 1800 starfsmenn í 15 löndum, höfuðstöðvarnar eru á Íslandi, en starfsstöðvar víða í Norður Ameríku, Evrópu og Asíu.

Vöruhönnuðurinn Sindri Páll Sigurðsson starfar í þróunardeild Össurar. Hann ætlar í fyrirlestri í Hafnarhúsinu, fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20 að rekja þróunarferli nokkurra vara, frá hugmynd að endanlegri vöru. Hann kynnir jafnframt starfsemi fyrirtækisins á alþjóðavettvangi og fer yfir styrk þess og starfsemi hér á landi, með áherslu á þróunardeildina.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.

>Sjá nánar

 

 

 

LornaLAB: RASPBERRY PI
HAFNARHÚS, LAUGARDAG 23. FEBRÚAR KL. 13-15

Raspberry PI

Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


LornaLAB kynnir Raspberry Pi - smátölvuna í opnu spjalli laugardaginn 23. janúar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.

Raspberry Pi fæst að öllu jöfnu með sérsniðinni Linux uppsetningu en fleiri stýrikerfi hafa einnig verið sniðin fyrir hana. Hún er ódýr og öflug og hefur því kveikt áhuga margra í nýsköpunar-, grúsk- og þróunarsamvinnugeirum.

Lornalab hefur fregnir af því að um 1000 Raspberry Pi séu í notkun á Íslandi.  Allir eigendur RPi sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta, hlýða á kynningar, drekka kaffi og spjalla.

Viðburðurinn er ókeypis og öllum opinn.

>Sjá nánar

 

 

 

MÓTAÐ Í SAND - SMIÐJA FYRIR KRAKKA (9 ÁRA +)
HAFNARHÚS, SUNNUDAG 24. FEBRÚAR KL. 14-16
Færa í dagatal:

Facebook - Google - Outlook

 


Listasafn Reykjavíkur býður upp á opna listsmiðju „Mótað í sand“ fyrir 9 ára og eldri börn í tengslum við sýningu Roberts Smithsons: Rýnt í landslag.

Á sýningunni er lögð áhersla á verkið Brotin hring/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistarverk Smithson í Evrópu.

Sköpunargleði þátttakanda er virkjuð með umræðu og vangaveltum um staðsetningu listaverka og efnisnotkun um spíralformið.  Í öðrum hluta smiðjunnar hefur verið sett upp vinnustofa þar sem hægt er að útfæra hugmyndir í sand.

Leiðbeinendur eru Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt og Ásdís Spanó, myndlistarmaður. Þær hafa starfað saman að listkennslu fyrir börn og eru báðar menntaðir listgreinakennarar.

>Sjá nánar
 

 
 

Listasafn Reykjavíkur á:

Facebook Twitter Flickr YouTube Vimeo

 
 
 
 
Með kveðju,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir
Kynningarstjóri Listasafns Reykjavíkur
Sími 590-1200 / 694-5149

Listasafn Reykjavíkur
Sími 590-1200
listasafn@reykjavik.is
Hafnarhús
Opið daglega 10-17, fimmtudaga 10-20

Kjarvalsstaðir
Opið daglega 10-17

Ásmundarsafn
Opið maí - sept 10-17 / okt. - apríl lau.& sun.13-17
 
 
 
 
 
   

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.31.2015