News

Listasafn Islands

Tríó Reykjavíkur - ókeypis hádegistónleikar. Kjarvalsstaðir, föstudagur 13. apríl kl. 12.15

Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa um nokkurt skeið verið í samstarfi um ókeypis hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum við góðar undirtektir. Í hádeginu föstudaginn 13. apríl verður sjónum beint að Antonio Vivaldi og Beethoven.

Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló og Peter Maté píanó. Á efnisskrá eru Sónata nr. 5 í e-moll fyrir selló og piano eftir Antonio Vivaldi (1678-1741) og Tríó Op. 11 í b-dúr fyrir fiðlu selló og piano eftir L.van Beethoven (1770-1827)

Tónleikarnir eru um  45 mínútur að lengd og tilvalið er að njóta glæsilegra veitinga Kaffikompanísins á Kjarvalsstöðum fyrir eða eftir tónleikana.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Efnisskrá:

Antonio Vivaldi (1678-1741): Sónata nr. 5 í e-moll fyrir selló og píanó
Largo
Allegro
Largo
Allegro

L.van Beethoven (1770-1827): Tríó Op. 11 í B-dúr fyrir fiðlu selló og píanó
Allegro con brio
Adagio
Tema con Variazioni - Allegretto 

L.van Beethoven (1770-1827): Tríó Op. 11 í B-dúr fyrir fiðlu selló og píanó
Allegro con brio
Adagio
Tema con Variazioni - Allegretto 


 

 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.55.2015