News

Listasafn Islands

Umsóknarfresti um starf verkefnastjóra fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur lýkur 15. febrúar.

Um er að ræða fullt starf og nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf 12. mars.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið felst í miðlun fræðslu og upplýsinga um sýningar og myndlist almennt til gesta í skipulögðum heimsóknum í safnið (skólahópa á öllum skólastigum, frístundahópa og annarra hópa). Verkefnastjóri undirbýr og sér um gerð fræðsluefnis, skipuleggur og hefur umsjón með störfum leiðsögufólks sem annast leiðsögn fyrir almenning. Tekur þátt í hugmyndavinnu, rannsóknum og þróunarstarfi er tengjast fræðslu um myndlist og miðlun safna.

Hæfniskröfur
Krafist er háskólamenntunar af framhaldsstigi á sviði myndlistar og/eða myndlistarsögu eða háskólamenntunar af fyrsta stigi auk mikillar reynslu á starfssviðinu. Tölvukunnátta og færni í íslensku og ensku er mikilvæg. Starfið krefst mikils frumkvæðis, skapandi hugsunar, drifkrafts og góðra skipulags- og samskiptahæfileika.

Næsti yfirmaður er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.

Umsókn er hægt að skila rafrænt á www.reykjavik.is eða senda skriflega með upplýsingum um menntun, starfsferil og meðmæli á safnstjóra, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Frekari upplýsingar um starfið
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
 
Starfshlutfall   100%
Umsóknarfrestur   15.02.2012
 Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.58.2015