News

Listasafn Islands

Landsbankinn afhendir Listasafni Reykjavíkur flygil að gjöf


Jensína K. Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, afhenti Hafþóri Yngvasyni,
safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, flygilinn sem verður í Hafnarhúsinu.

Landsbankinn hefur gefið Listasafni Reykjavíkur flygil að gjöf og var hann afhentur safninu í dag, skömmu áður en fyrsti opinberi flutningur á hljóðfærið fór fram. Flygillinn er af tegundinni Petrof og hefur verið til húsa í útibúi Landsbankans á Laugavegi 77 í allmörg ár.

Í lok síðasta mánaðar barst Landsbankanum beiðni frá Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara og listrænum stjórnanda nýrrar tónleikaseríu, sem unnin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur, um stuðning við tónlistarhátíðina Jarðaber með láni á flygli í nokkra daga þar sem að safnið á ekki slíkt hljóðfæri. Í framhaldinu ákvað Landsbankinn að gefa Listasafni Reykjavíkur flygilinn að gjöf og þannig styðja við tónlistarstarfið í safninu til framtíðar.

Á fyrstu tónleikunum var fluttur listgjörningur í Hafnarhúsinu eftir Bjargeyju Ólafsdóttur myndlistarmann og Margréti Bjarnadóttur dansara í samvinnu við Reykjavík Dance Festival, en sýningar hátíðarinnar fara fram í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 8. og laugardaginn 10. september.


NÚ NÚ

Af þessu tilefni hefur hin spennandi dagskrá Jaðarbers tónleikaárið 2011-2012 verið afhjúpuð (sjá www.jadarber.is) en þar er lögð áhersla á tilraunakennda og framsækna tónlist og fara tónleikarnir fram jafnt í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum. Listrænn stjórnandi tónleika í Listasafni Reykjavíkur er Soffía Karlsdóttir.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.20.2015