News

Listasafn Islands

T I L R A U N A M A R A Þ O N I Ð Á E N D A - SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR SUNNUDAGINN 7. SEPTEMBER

Tilraunamaraþon var flaggskip á Listahátíðar í Reykjavík þetta árið, en hátíðin var helguð myndlist að þessu sinni. Með Tilraunamaraþoninu var lögð áhersla á vísindin í listinni og listina í vísindum með margbreytilegri nálgun. Sýningin hefur fengið gríðarlega mikla athygli og umfjöllun í helstu alþjóðlegu listatímaritum í Evrópu og Bandaríkjunum, enda listamennirnir á Tilraunamaraþoni reglulegir gestir í viðurkenndustu söfnum heims. Nú er verið að leggja lokahönd á sýningarskrá í tengslum við sýninguna. Hún kemur út um næstu mánaðarmót og fer þá í alþjóðadreifingu.

Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni og tóku þátt í maraþoninu eru Marina Abramovic, Brian Eno, Dr. Ruth, David Adjaye, Fia Backström, John Baldessari, John Brockmann, Carlos Cruz-Diez, Roger Hiorns, Carolee Schneemann, Rirkrit Tiravanija, Hreinn Friðfinnson og Erró.

ÞÁTTTAKENDUR: Aranda/Lasch, Marina Abramovic, David Adjaye, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Fia Backström, John Baldessari, Thomas Bayrle, John Brockman, Peter Coles, Tony Conrad, Carlos Cruz¬Diez, Attila Csörgö, Jimmie Durham, Ólafur Elíasson, Brian Eno, Erró, Simone Forti, Ivana Franke, Hreinn Friðfinnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Yona Friedman, Aurélien Froment, Francesca von Habsburg, Sharon Hayes, Abhishek Hazra, Florian Hecker, Roger Hiorns, Karl Holmquist, Hilmar B. Janusson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Karl Ægir Karl sson, Kristján Leósson, Darri Lorenzen, M/M (paris), Jonas Mekas, Gustav Metzger, Neri Oxman, Pedro Reyes, Matthew Ritchie, Israel Rosenfield, Dr. Ruth, Tomas Saraceno, Carolee Schneemann, Stewart Sherman, Þorsteinn I. Sigfússon, Katrín Sigurðardóttir, Luc Steels, Rirkrit Tiravanija, Thor Vilhjálmsson, Tris Vonna-Michell, Emily Wardill. 

Tilraunamaraþon var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og unnið í samvinnu við Serpentine Gallery. Stuðningsfyrirtæki Tilraunamaraþonsins eru Orkuveita Reykjavíkur og Icelandair.

Leiðsögn er um sýninguna klukkan þrjú á sunnudag.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ!
Hafnarhúsið er lokað frá 8. - 18. september en þá verða opnaðar í safninu þrjár nýjar sýningar á verkum listamannanna Ólafs Ólafssonar & Libiu Castro, Ingibjargar Jónsdóttur og Errós.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.56.2015