News

Listasafn Islands

DRAUMAR UM ÆGIFEGURÐ Í ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST SÝNINGARLOK SUNNUDAGINN, 31. ÁGÚST

Á sýningunni Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist. Sýningin var opnuð á Listahátíð fyrr á þessu ári og hefur hlotið góða aðsókn og verðskuldaða athygli innanlands og utan.
Sýningin spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga eftir ungir og þekkta, íslenska listamenn. Sýningin var fyrst á dagskrá á Bozar í Brussel á hátíðinni Iceand on the Edge 2008.

Listamenn eru Anna Hallin, Daníel Þorkell Magnússon, Gjörningaklúbburinn, Halldór Ásgeirsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðjónsson, Spessi og Vigfús Sigurgeirsson. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir.
Landsbankinn er aðalstyrktaraðili sýningarinnar en Menntamálaráðuneytið kom einnig að gerð hennar í Brussel.

Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 10 -17.

Leiðsögn er um sýninguna á sunnudaginn kl. 15:00.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.05.2015