News

Listasafn Islands

Ligeti-tónleikar Ísafoldar Föstudagur 8. ágúst – Kjarvalsstaðir kl. 20:00


Kammersveitin ísafoldKammersveitin Ísafold flytur fjögur verk eftir einn mesta áhrifavald 20. aldar tónlistar, György Ligeti á Kjarvalsstöðum og verður safnarýmið nýtt á nýstárlegan hátt. Ligeti lést fyrir tveimur árum en þó eru mörg verka hans löngu orðin klassísk og eru vinsæl bæði í geisladiskaútgáfu og til flutnings í tónleikahúsum. Tónlistin er þrungin mikilli spennu og notaði kvikmyndaleikstjórinn Stanley Kubrick verk Ligetis í þremur kvikmynda sinna, 2001: A Space Odyssey, The Shining og  Eyes Wide Shut . Félagar Ísafoldar hafa allir skarað fram úr á sínu sviði og sumir hafa hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Hópurinn var valinn tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2008. Félagar sveitarinnar eru þrettán en hljómsveitastjóri er Daníel Bjarnason. Miðasala er við innganginn.

Sjá hér nánar fréttatilkynningu frá Ísafold.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.18.2015