News

Listasafn Islands

BLÁA BÍLVÉLIN HÍFÐ UPP - FIMMTUDAG 26. JÚNÍ KL. 20.00

Fresta varð lokahluta gjörningsins á verki Roger Hiorn's sem fram átti að fara þann 22. júní til fimmtudagsins 26. júní kl. 20:00
Mikil óvissa hefur verið með hve langan tíma taki fyrir koparsúlfat upplausnina að ná stofuhita í einangraða plastkarinu í A-sal í Hafnarhúsi. Á sunnudaginn var hitastigið mælt og kom í ljós að það var enn of hátt.

Ákveðið var því að fresta gjörningnum.

Tæknimenn safnsins munu koma með tæki sín og tól inn í A-sal rétt fyrir klukkan 20:00 og hífa vélina upp. Það verður spennandi að sjá hvort bílvélin muni koma jafn glæsilega út eftir meðferðina og blái segulkubburinn í Serpentine Gallery á sínum tíma.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.13.2015