News

Listasafn Islands

JÓNSMESSUTÓNLEIKAR Á KJARVALSSTÖÐUM 25. JÚNÍ KL. 20:00

Guðríður st. sigurðardóttir og ingveldur ýr jónsdóttir og Aðrir tónleikar tónleikaraðarinnar Klassík á Kjarvalsstöðum  verða haldnir þann 25. júní kl. 20.00. Í þetta sinn hefur röðin fengið til liðs við sig tvær góðar tónlistarkonur, Ingveldi Ýr Jónsdóttur söngkonu og Guðríði Sigurðardóttur píanóleikara. Þær munu af sinni alkunnu snilld bera á borð efnisskrá af nýlegum íslenskum sönglögum sem öll eru eftir núlifandi tónskáld. Gaman er að geta þess að þrjú þeirra eiga stórafmæli á þessu ári, Jórunn Viðar verður níræð, Jón Ásgeirsson áttræður og Atli Heimir Sveinsson verður sjötugur á árinu.

Einnig verða verk eftir John Speight, Hjálmar H. Ragnarsson, Hildigunni Rúnarsdóttur og Tryggva M. Baldvinsson á tónleikunum.

Tónleikaröðin er samvinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur og Félags íslenskra tónlistarmanna, FÍT.


Aðgangseyrir er 1.500 kr en frítt er inn fyrir fólk að 21 árs aldri og alla tónlistarnema þar að auki.  Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 03.43.2015