News

Listasafn Islands

BLÁA BÍLVÉLIN FÆR VIÐEIGANDI MEÐFERÐ FJÖGURRA DAGA TILRAUN Í HAFNARHÚSINU HEFST FIMMTUDAGINN 19. JÚNÍ

Fimmtudaginn 19. júní er komið að því að fremja gjörning Rogers Hiorns sem vera átti á Tilraunamaraþoninu um miðjan júní, en veittist ekki unnt þar eð koparsúlfatið sem nota þurfti kom ekki til landsins í tæka tíð.
Koparsúlfatið er nú komið í Hafnarhúsið og er því boðað til tilraunar sem gestir geta fylgst með í fjóra daga. Tilraunin er gerð í nokkrum þrepum og fer fyrsti hluti hennar fram fimmtudaginn 19. júní milli kl. 17 - 22. Klukkan 17:00 munu tæknimenn í Hafnarhúsi hefjast handa við að blanda upplausnina sem vélin fer síðan í. Blandan getur reynst hættulegt við snertingu og þurfa þeir sem blanda hana að gæta sérstakrar varúðar. Hún ætti þó ekki að valda skaða þeim sem horfa á. Koparsúlfatið þarf að leysast upp við ákveðið hitastig og sömuleiðis þarf að gæta vel að því að vélin sé sett í upplausnina á réttum tímapunkti. Þetta ferli getur tekið nokkrar klukkustundir en lýkur á fimmtudagskvöldinu.

Síðari hluti tilraunarinnar felst í því að taka vélina upp úr koparsúlfatslausninni og verður það gert að viðstöddum gestum sunnudaginn 22. júní kl. 14:00. Á meðfylgjandi mynd má sjá bláan segulkubb sem hlaut álíka meðferð hjá listamanninum Roger Hiorns á tilraunamaraþoni hans í Serpentine Gallery í London og verður spennandi að sjá hvort hin fremur lítilfjörlega bílvél muni skarta viðlíka glæsileika eftir meðferðina.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.27.2015