News

Listasafn Islands

KVÖLDGÖNGUR ÚR KVOSINNI MYNDLIST Í MIÐBORGINNI Fimmtudag 12. júní kl. 20

Kvöldgöngur úr Kvosinni hafa verið vinsælar meðal borgarbúa en þetta er fjórða skiptið sem menningarstofnanir Reykjavíkurborgar skipuleggja þennan ánægjulega viðburð, sem boðið er upp á öll fimmtudagskvöld yfir sumartímann. Fyrsta gangan var farin síðastliðinn fimmtudag á vegum Minjasafns Reykjavíkur en næstkomandi fimmtudag, 12. júní kl. 20:00, er röðin komin að Listasafni Reykjavíkur. Það er Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafnsins sem mun leiða gönguna þar sem hann mun ræða gildi myndlistar í borgarlandslaginu.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Gangan hefst við Hafnarhús kl. 20:00 og lýkur á sama stað rúmri klukkustundu síðar.


Hafnarhúsið er opið til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld og því tilvalið á kíkja á sýningar hússins og tilla sér niður í kaffiteríunni að göngu lokinni.
Nánari upplýsingar um gönguna veitir Hafþór Yngvason í síma 590-1200.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 30.00.2015