News

Listasafn Islands

TILRAUNASTOFA FYRIR BÖRN OG LISTAMANNSSPJALL - SUNNUDAGINN 8. JÚNÍ 2008

TILRAUNASTOFA KL. 14 - 16
Næstkomandi sunnudag verður starfrækt í Hafnarhúsinu tilraunastofa fyrir börn og fullorðna frá klukkan 14 - 16. Tilraunastofan er unnin í samvinnu við Hugmyndasmiðjuna og er sett upp í tengslum við sýninguna Tilraunamaraþon sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Þar fá börn og fjölskyldur þeirra tækifæri til að vinna saman í tilraunaumhverfi þar sem hugmyndafluginu er gefinn laus taumur innan um óvenjulega hluti sem hvetja til leiks og sköpunar. Framkvæmd tilraunanna getur tekið mislangan tíma eftir eðli og áhuga þátttakenda. Leiðbeinendur Hugmyndasmiðjunnar eru Lani Yamamoto og Sigríður Helga Hauksdóttir.

LISTAMANNSSPJALL KL. 15
Klukkan 15:00 verður leiðsögn um Tilraunamaraþonið sem samanstendur af verkum eftir fjölmarga erlenda og innlenda listamenn, m.a. Brian Eno, Marina Abramovic, Ólaf Elíasson, Jonas Mekas og fleiri. Meðal Íslendinga sem eiga verk á sýningunni er Hekla Dögg Jónsdóttir og mun hún að þessu sinni taka þátt í sunnudagsleiðsögninni og fjalla þar um eigið verk.

TILRAUNAMARAÞON
Tilraunamaraþonið er stærsta sýningarverkefni sem Listasafn Reykjavíkur hefur ráðist í frá upphafi með um eitthundrað þátttakendum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Serpentine Gallery í London en sýningarstjórar þess eru Hans Ulrich Obrist og Ólafur Elíasson. Hin síðari ár hefur samruni myndlistar við aðrar listgreinar verið áberandi en á Tilraunamaraþoninu er lögð áhersla á vísindin í listinni og listina í vísindunum með margbreytilegri nálgun.


AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 01.17.2015