News

Listasafn Islands

TVÖ SUMARNÁMSKEIÐ Í BOÐI: Leikur og list

KJARVALSSTAÐIR / Leikur og list fyrir 7 – 10 ára sumarkrakka
23. júní  – 4. júlí / frá kl. 9 – 12 /  - Fræðsludeild.
Kjarvalsstaðir eru við Miklatún og nefndir eftir hinum þekkta listmálara Jóhannesi Sveinssyni Kjarval (1885–1972). Dagskráin á Kjarvalsstöðum felur í sér margvíslega nálgun á að skoða listaverk, umhverfið og húsið gegnum leik. Námskeiðið stendur í tvær vikur. Málverk Kjarvals eru skoðuð og verkefni unnin út frá þeim. Farið er í göngutúra og rútuferð til að skoða hvar Kjarval málaði undir berum himni t.d. verkið Úr Gálgahrauni á Álftanesi. Sumarkrakkar mæta á Kjarvalsstaði kl. 9 (boðið er upp á gæslu frá kl. 8:30) með nesti og skjólfatnað við hæfi. Dagskrá lýkur kl. 12 (boðið er upp á gæslu til kl. 12:30). sjá nánar um námskeiðið

ÁSMUNDARSAFN / Leikur og list fyrir 7 – 10 ára sumarkrakka - Uppselt!
9. – 20. júní / frá kl. 9 – 12 / - Fræðsludeild.
Ásmundarsafn er umkringt skemmtilegum garði og styttum eftir hinn þekkta myndhöggvara Ásmund Sveinsson (1893–1982). Dagskráin í Ásmundarsafni felur í sér margvíslega nálgun á leik og list sem stendur í tvær vikur. Listaverk Ásmundar eru skoðuð og unnið inni á safninu bæði við að teikna og móta í leir. Farið er í ratleik í styttum Ásmundar úti í garði og stutta göngutúra um Laugardalinn. Þá er farið í rútuferð til að skoða verk hans í borginni eins og Vatnsberann í Öskjuhlíð. Sumarkrakkar mæta í Ásmundarsafn kl. 9 (boðið er upp á gæslu frá kl. 8:30) með nesti og skjólfatnað við hæfi. Dagskrá lýkur kl. 12 (boðið er upp á gæslu til kl. 12:30). sjá nánar um námskeiðiðPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.33.2015