News

Listasafn Islands

UMRÆÐUR OG ÚTGÁFUFAGNAÐUR - HAFNARHÚS FIMMTUDAG 22. MAÍ KL. 20.00

Fimmtudaginn 22. maí kl. 20 verða umræður í fjölnotasalnum um hvert skuli halda í framtíðinni í viðleitni safnsins til að kynna listamenn sem eru að kveða sér hljóðs. Þátttakendur í umræðunum eru Hafþór Yngvason safnstjóri, Daníel Björnsson sem var annar tveggja sýningarstjóra Pakkhússins, Birta Guðjónsdóttir sem sýndi í D-salar verkefninu og Ragna Sigurðardóttir myndlistargagnrýnandi og rithöfundur. Ólöf K. Sigurðardóttir deildarstjóri fræðsludeildar Listasafnsins hefur umsjón með umræðunum og vænst er þátttöku allra listamannanna sem áttu verk á sýningunum og gesta úr sal. Reiknað er með að umræðurnar taki klukkustund. Boðið verður upp á veitingar að þeim loknum.

Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.38.2015