News

Listasafn Islands

T I L R A U N A M A R A Þ O N 16. maí - 24. ágúst SÝNINGASTJÓRAR: HANS ULRICH OBRIST OG ÓLAFUR ELÍASSON

Tilraunamaraþonið er annars vegar sýning á innsetningum og verkum heimskunnra listamanna sem stendur sumarið á enda og hins vegar röð tilrauna sem fara fram föstudaginn 16. maí frá klukkan 10 - 17 og sunnudaginn 18. maí frá kl. 10 - 15. Á fimmtudagskvöldið verður tekið forskot á maraþonið en þá býður Emily Wardill upp á tilraun í fjölnotasalnum. Sýningin verður opnuð almenningi föstudaginn 16. maí.


Síðustu ár hefur samruni myndlistar við aðrar listgreinar verið áberandi en á Tilraunamaraþoninu verður lögð áhersla á vísindin í listinni og listina í vísindunum með margbreytilegri nálgun. Margir af listamönnunum, sem eiga verk á sýningunni, eru meðal þátttakenda í tilraunamaraþoninu sjálfu auk viðurkenndra vísindamanna, arkitekta, kvikmyndagerðarmanna og fræðimanna hvaðanæva að úr heiminum. Sýningarstjórar eru Hans Ulrich Obrist, stjórnandi Serpentine Gallery í London og listamaðurinn Ólafur Elíasson en sá síðarnefndi er meðal þátttakenda í sýningunni og tilraununum. Hinn fjölhæfi tónlistarmaður Brian Eno verður með tilraun á sunnudegi en hann hefur komið fyrir stórri hljóðinnsetningu v ið inngang Hafnarhússins. Meðal annarra þátttakenda má nefna Marinu Abramovic sem er einn kunnasti gjörningalistamaður í heiminum í dag sem gerir tilraun með bandaríska kynlífsráðgjafanum Dr. Ruth.

Tilraunirnar standa öllum opnar og aðgangur er ókeypis.
Vegleg sýningaskrá kemur út skömmu eftir sýningaropnun sem fer í alþjóðlega dreifingu.


ÞÁTTTAKENDUR: Aranda/Lasch, Marina Abramovic, David Adjaye, Einar Þorsteinn Ásgeirsson, Fia Backström, John Baldessari, Thomas Bayrle, John Brockman, Peter Coles, Tony Conrad, Carlos Cruz¬Diez, Attila Csörgö, Jimmie Durham, Ólafur Elíasson, Brian Eno, Erró, Simone Forti, Ivana Franke, Hreinn Friðfinnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Yona Friedman, Aurélien Froment, Francesca von Habsburg, Sharon Hayes, Abhishek Hazra, Florian Hecker, Roger Hiorns, Karl Holmquist, Hilmar B. Janusson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Karl Ægir Karlsson, K ristján Leósson, Darri Lorenzen, M/M (paris), Jonas Mekas, Gustav Metzger, Neri Oxman, Pedro Reyes, Matthew Ritchie, Israel Rosenfield, Dr. Ruth, Tomas Saraceno, Carolee Schneemann, Stewart Sherman, Þorsteinn I. Sigfússon, Katrín Sigurðardóttir, Luc Steels, Rirkrit Tiravanija, Thor Vilhjálmsson, Tris Vonna-Michell, Emily Wardill. 
Tilraunamaraþonið er þungamiðja Listahátíðar í Reykjavík 2008. Verkefnið er unnið í samvinnu við Serpentine Gallery, sem hefur í tvígang staðið fyrir sambærilegum viðburði. Stuðningsfyrirtæki Tilraunamaraþonsins eru Orkuveita Reykjavíkur og Icelandair.


AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT

Dagskrá Tilraunamaraþons 16 og 18. maíPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.43.2015