News

Listasafn Islands

- DRAUMAR UM ÆGIFEGURÐ Í ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST - I HATE NATURE / 'ALUMINATI' Sunnudag 18. maí kl. 16:00

DRAUMAR UM ÆGIFEGURÐ Í ÍSLENSKRI SAMTÍMALIST
18. maí - 31. ágúst

Á sýningunni Draumar um ægifegurð í íslenskri samtímalist eru mörg ný verk eftir framsæknustu listamenn landsins sem byggja á ólíkum hugmyndum þeirra um náttúruna sem fyrirbæri í ljósmynda- og vídeólist. Sýningin spannar allt frá ljósmyndum frá fyrri hluta tuttugustu aldar til innsetninga sem ungir og þekktir, íslenskir listamenn hafa gert. Sýningarstjóri er Æsa Sigurjónsdóttir. Sýningin var fyrst á dagskrá á Bozar í Brussel á hátíðinni Iceand on the Edge 2008. Landsbankinn er aðalstyrktaraðili sýningarinnar en Menntamálaráðuneytið kom einnig að gerð hennar í Brussel. Listamenn eru Anna Hallin, Daníel Þorkell Magnússon, Gjörnin gaklúbburinn, Halldór Ásgeirsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson, Ólafur Elíasson, Olga Bergmann, Pétur Thomsen, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðjónsson, Spessi og Vigfús Sigurgeirsson.

I HATE NATURE / 'ALUMINATI'
18. maí - 20. júlí

Martha Scwhartz er einn kunnasti, núlifandi landslagsarkitekt í heiminum. Innsetning hennar í garði Kjarvalsstaða skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og upplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun náttúrunnar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir í að kanna og nýta nýja möguleika sem landslagið hefur upp á að bjóða. Schwartz er myndlistarmaður og landslagsarkitekt sem í verkum sínum leitast jafnan við að gera báðum listformunum jafn hátt undir höfði. Aðalstyrktaraðilar sýningarinnar eru Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og eiginmaður hennar Ólafur Ólafsson. Félag íslenskra la ndslagsarkitekta stendur fyrir gerð sýningarinnar með styrk frá Kaupþingi í tilefni af 30 ára afmæli félagsins.
Á sunnudaginn verða einnig opnaðar tvær sýningar í austur- og norðursal Kjarvalsstaða:
HVAR ER ÉG?
18. maí - 31. ágúst
Í norðursalnum verður opnuð sýning þar sem börn og fullorðnir geta velt fyrir sé hnettinum, landinu og kennileitum í umhverfinu. Einnig því hvaða viðmið og mælikvarða við notum til að staðsetja okkur í náttúrunni. Hér eru á ferðinni skemmtileg viðfangsefni og þrautir sem einnig má nota til að kynnast verkum á öðrum sýningum safnsins.
LYKILVERK - JÓHANNES S. KJARVAL
18. maí - 31. desember
Listasafn Reykjavíkur á gríðarstóra safneign af verkum Kjarvals sem jafnan er til sýnis á Kjarvalsstöðum. Á sunnudaginn verður opnuð sýning á lykilverkum Kjarvals í eigu Listasafnsins auk verka sem fengin eru að láni hjá Listasafni Íslands.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 06.30.2015