News

Listasafn Islands

ÁSMUNDARSAFN - LEIRLISTSMIÐJA OG LEIÐSÖGN ÁSDÍSAR ÁSMUNDSDÓTTUR SUNNUDAGINN 27. APRÍL, KL. 13 - 16

Í sínum kunnustu verkum leitaði Ásmundur fanga í þjóðsögum og daglegu lífi alþýðufólks og náði þannig að brúa bilið milli listarinnar og hversdagslegra athafna í lífi þjóðarinnar.

Hugmyndin með listsmiðjunni í Ásmundarsafni á sunnudaginn er að fá börn og fullorðna til að vinna saman.  Byrjað verður á stuttri yfirferð um sýninguna en að því loknu er sest niður í vinnustofu með leir og viðeigandi ve rkfæri til að móta leirinn undir áhrifum frá Ásmundi. Umsjón með listsmiðjunni hefur Sigríður Ólafsdóttir myndlistarmaður.
Listsmiðjan stendur yfir frá kl. 13 - 16 og er öllum opin.


LEIÐSÖGN
Kl. 14:00 mun Ásdís Ásmundsdóttir, dóttir listamannsins, taka þátt í leiðsögn um Ásmundarsafn en eins og kunnugt er byggði og hannaði Ásmundur húsið að mestu leyti sjálfur. Í leiðsögn sinni um húsið rifjar Ásdís upp æskuárin og ræðir um föður sinn og verk hans.


AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.32.2015