News

Listasafn Islands

NÁTTÚRA OG LÝÐRÆÐI - HAFNARHÚS fimmtudagur 24. apríl kl. 20

Næstkomandi fimmtudagskvöld, 24. apríl kl. 20 verða á dagskrá Kviksögu nokkur áhugaverð kvikmyndaverk undir yfirskriftinni Náttúra og lýðræði. Meðal annarra verða sýndar myndirnar You are here/We are there (2007) eftir Erika MacPherson og Sófakynslóðin, aktivismi á Íslandi (2006) eftir Áslaugu Einarsdóttur og Garðar Stefánsson. Að sýningum loknum verður boðið upp á umræður.


Kvöldið hefst á vídeóverki kanadísku listakonunnar Erika MacPherson You are here/We are there þar sem hún ber vitni um drukknun landslags  á hálendi Íslands og ber upp spurningar um staðsetningu okkar í  náttúrunni. Því næst verður sjónum beint að röddum aktivista m.a. náttúruverndarsinna og hugmyndum um lýðræði í mynd Áslaugar Einarsdóttur og Garðars Stefánssonar Sófakynslóðin: aktivismi á Íslandi.

Kvikmyndagerðarmenn ásamt fræðimönnum á sviði ímyndar- og menningarfræða munu taka þátt í stuttum pallborðsumræðum að sýningum loknum. Þar verður veitt innsýn í verk í vinnslu eftir þá Þorfinn Guðnason og Andra Snæ Magnason sem byggt er á bók Andra Snæs, Draumalandið.
Sjá hér nánar um Kviksögu, Íslandsmyndir rannsóknarverkefnið Ísland og ímyndir NorðursinsPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 05.14.2015