News

Listasafn Islands

LÖNG OG LITRÍK HELGI Í LISTASAFNI REYKJAVÍKUR

LAUGARDAGUR 19. APRÍL
Laugardaginn 19. apríl mun John Appel stýra námskeiði í handritagerð fyrir heimildamyndir, sem sérstaklega er sniðið að fagfólki í geiranum. Skráningu er nú lokið á námskeiðið.
Koma John Appel og viðburðir honum tengdir eru á vegum Reykjavik Documentary Workshop í samvinnu við fleiri aðila.

SUNNUDAGUR 20. APRÍL KL. 15:00
ÞÖGN
Listamaðurinn Finnbogi Pétursson er einn fjögurra listamanna sem eiga verk á sýningunni Þögn sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Aðrir listamenn eru Finnur Arnar, Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir. Sýningarstjóri er JBK Ransu. Sunnudaginn 20. apríl kl. 15:00 tekur Finnbogi þátt í leiðsögn um sýninguna, fjallar um eigið verk og hvernig það tengist viðfangsefni sýningarinnar.

K J A R V A L S S T A Ð I R
LAUGARDAGUR 19. APRÍL KL. 14:00
Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands verður að þessu sinni að Kjarvalsstöðum og stendur til 1. maí. Sýnd verða verk sexxtíu og þriggja útskriftarnemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild skólans. Sýningastjóri myndlistardeildar er myndlistamaðurinn Finnur Arnar og sýningarstjórar hönnunar- og arkitektúrdeildar eru Kristján Eggertsson og Kristján Örn Kjartansson hjá Krads arkitektum.


SUNNUDAGUR 20. APRÍL KL. 15:00
Leiðsögn um útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands í umsjón nemenda skólans.

Á S M U N D A R S A F N
Sýningin Lögun línunnar stendur nú yfir í Ásmundarsafni en þar er brugðið ljósi á abstrakt verk Ásmundar Sveinssonar. Safnið er opið daglega frá kl. 13 - 16. Tilvalin heimsókn fyrir börn og  fjölskyldufólk þar sem hægt er að móta úr leir verk í anda Ásmundar eða bregða á leik í garðinum, sem skartar ótal ævintýralegum höggmyndum eftir Ásmund Sveinsson.

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 02.03.2015