News

Listasafn Islands

JOHN APPEL HEIMILDAMYNDIR - FYRIRLESTUR - HANDRITASMIÐJA Fimmtudaginn 17. apríl Opið til kl. 22:00!

Fyrr um daginn, eða klukkan 12:00, mun Appel halda opinn fyrirlestur í Hafnarhúsinu um gerð handrita fyrir heimildamyndir. Fyrirlesturinn og heimildamyndirnar standa öllum til boða  og aðgangur er ókeypis.

Laugardaginn 19. apríl mun John Appel stýra námskeiði í handritagerð fyrir heimildamyndir, sem sérstaklega er sniðið að fagfólki í geiranum. Skráningu er nú lokið á námskeiðið og þátttakan lofar góðu.
Þeir sem standa fyrir viðburðunum og komu leikstjórans eru Reykjavik Documentary Workshop og Félag kvikmyndgerðarmanna í samstarfi við Íslensku kvikmyndamiðstöðina og Hollenska sendiráðið en dagskráin er unninn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

The Promised Land
KL. 18:30  Hver ber ábyrgð á því þegar einhver liggur látinn heima hjá sér í lengri tíma án þess að nokkur gefi því gaum? Nágrannar, ættingjar, samfélagið eða enginn? Eftir að hafa lesið dagblaðsgrein um látinn einstakling í heimahúsi ákveður leikstjórinn að grennslast fyrir um viðkomandi. Smám saman kemur í ljós heillandi ævisaga hins látna.

The Last Victory
KL. 20:00  Myndin The Last Victory fjallar um árlegar kappreiðar sem kallast “Palio” og fara fram á miðbæjartorginu í Siena á Ítalíu. Kappreiðarnar hafa verið stundaðar síðan á miðöldum og endurspegla hugmyndir um samstöðu í hinum ólíku hverfum Siena. Hvert hverfi á sitt eigið tákn og skjaldarmerki með tilheyrandi búningunum og fylgihlutum. Í myndinni fylgjumst við með einu hverfaliðinu undirbúa sig fyrir kappreiðarnar.

Um leikstjórann
John Appel hefur gert fjölda heimildamynda sem hafa unnið til verðlauna og viðurkenninga víða um heim. Hann hefur einnig víðtæka reynslu í stjórnun námskeiða með stuðningi ME DIA-áætlunar Evrópusambandsins. Frá árinu 2000 hefur hann starfað sem gestaprófessor við hollensku Kvikmynda- og sjónvarpsakademíuna.

Um Reykjavik Documentary Workshop
Reykjavik Documentary Workshop er félag um heimildamyndagerð sem hefur það markmið að vera leiðandi afl meðal heimildamyndagerðarfólks hér á landi. RDW býður reglulega til landsins erlendum heimildamyndleikstjórum úr fremstu röð sem eru viðstaddir opinberar sýningar á eigin verkum ásamt því að  leiða fræðandi spjall um iðn sína. Að auki vinnur RDW  að uppbyggingu bókasafns sem samanstendur af mynddiskum, myndbandsspólum, bókum og tímaritum sem fjalla á einn eða annan hátt um heimildamyndagerð. Með stafsemi sinni vil RDW ryðja brautina fyrir alþjóðlegt samstarf og skapa farveg fyrir frjóa og þverfaglega umræðu um hver þau málefni er heimildamyndagerð snertir við. RDW heldur ein nig úti virkri upplýsingaveitu um fréttir og áhugaverða hlekki tengda heimildamyndagerð á heimasíðu sinni www.rdw.is
Starfsemi félagsins er styrkt af menntamálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg. Auk þess hefur náðst samstarf við Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, en allir viðburðir á vegum félagsins fara fram í Hafnarhúsi.
AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 04.13.2015