News

Listasafn Islands

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands, Opnun laugardaginn 19. apríl kl. 14.00.

Skartgriparæktun í gróðurhúsi, retro snjósleði, Menningar- og náttúrusetur á Álftanesi, vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skófatnaður, sprengt mótorhjól, rusl í rými, hlaupandi menn, innsetningar, fatahönnun, skilveggur úr papakössum, ljósgjafi, veggspjöld, sérsmíðaður borðbúnaður, gagnvirk vídeóverk, verzlun smákaupmanns, leturtýpur, gjörningar, fánastöng,  útilistaverk, bækur og bátur uppi á þaki.

Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu sextíu og þriggja nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans, sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi.


Boðið er upp á leiðsögn um sýninguna alla sunnudaga kl.15.00 en þá munu nemendur veita gestum innsýn í verkin sín. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa virka daga í s: 590 1200 / netfang: fraedsludeild@reykjavik.is

Sýningin stendur til 1. maí og er opin daglega frá 10.00 – 17.00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Sýningarstjórar hönnunar-og arkitektúrdeilar eru Kristján Eggertsson og Kristján Örn Kjartansson hjá Krads arkitektum. Sýningarstjóri myndlistardeildar er Finnur Arnar Arnarsson myndlistarmaður.Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 07.58.2015