News

Listasafn Islands

SÁPUKÚLULISTSMIÐJA HAFNARHÚSI SUNNUDAGINN 13. APRÍL KL. 14:00

                                                 

Sápukúlur 1

Í listsmiðjunni verður sett upp "ljósmyndastúdíó" og þátttakendur munu sameinast um að blása upp kúlur og festa sápukúluævintýrið á mynd.
Áður en listsmiðjan hefst er farið í stutta ferð um sýningu Sigurðar Guðmundssonar þar sem hann sýnir margvísleg ljósmyndaverk en þar koma sápukúlur koma meðal annars við sögu.

Klukkan þrjú annast Huginn Arason leiðsögn um sýningar Hafarhússins sem eru auk sýningar Sigurðar Guðmundssonar, Mállausir kjarnar: Þögn, Erró-Ofurhetjur og innsetning Gunnhildar Hauksdóttur í D-salnum.

SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Sigurður Guðmundsson er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar en á sýningu sinni í Hafnarhúsinu sýnir hann um tuttugu stór ljósmyndaverk sem aldrei hafa verið sýnd áður. Þetta eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980.  Sigurður hefur sýnt verk sín í flestum stórborgum Evrópu og víða er að finna stórar höggmyndir eftir hann í opnu rými á Norðurlöndum og Mið-Evrópu.
Við gerð verkanna skapaði Sigurður aðstæður þar sem allt áreiti var útilokað frá meðvitund fólksins á myndunum eins og frekast var kostur.  Í sumum tilfellum lét listamaðurinn dáleiða viðfangsefni sín til að ná fram hugarástandi algjörrar einbeitni. Það er undirmeðvitundin sem við verðum vitni að í þessum verkum.
Á sýningunni eru einnig tvö ný myndbandsverk. 

Í tilefni sýningarinnar gaf Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Forlagið út bók um ljósmyndir Sigurðar á sýningunni. 

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITTPrinted of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 30.24.2015