News

Listasafn Islands

DAGSKRÁ FYRIR ALLA

FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR
HAFNARHÚS
KL. 20:00 Sófaspjall um Þögn
Í tilefni af lengdum opnunartíma Listasafns Reykjavíkur á fimmtudögum verður reglulega efnt til svokallaðs sófaspjalls þar sem sýnendur, sýningarstjórar og aðrir sem tengjast sýningum safnsins koma saman og ræða viðfangsefnið í fremur óhefðbundnu spjalli.


Að þessu sinni eru gestir sófaspjallsins Dr. Haukur Ingi Jónasson lektor, sálgreinir og ráðgjafi og Dr. Pétur Pétursson prófessor í kennimannlegri guðfræði og almennum trúarbragðafræðum við Háskóla Íslands. Viðfangsefnið er sýningin ÞÖGN sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu þar sem fjórir vali nkunnir listamenn fást við samnefnt hugtak útfrá eigin upplifun. Gestgjafar sófaspjallsins eru JBK Ransú sýningarstjóri sýningarinnar og listamennirnir Haraldur Jónsson og Harpa Árnadóttir.

 
SUNNUDAGUR 2. MARS
KJARVALSSTAÐIR
KL. 14:00 Kjarval fyrir krakka

Alma Dís Kristinsdóttir fræðslufulltrúi Listasafns Reykjavíkur tekur á móti börnum og fjölskyldum þeirra og leggur fyrir þau nýjan og skemmtilegan leik þar sem spáð og spekúlerað er um verk Kjarvals. Farið verður um sýningu Kjarvals og verk hans skoðuð, þrautir ver ða leystar og ræddar þær spurningar sem kunna að vakna í hugum ungra gesta.

KL. 15:00 LEIÐSÖGN UM SÝNINGARNAR
Skipulögð leiðsögn um sýningar Kjarvalsstaða í fylgd listfræðinga eða listamanna á vegum safnsins.
HAFNARHÚS
KL. 15:00 LISTAMANNSSPJALL
Á sunnudaginn er lokadagur sýningarinnar Lóan er komin sem var framlag Íslendinga til Feneyjatvíæringsins á síðasta ári. Listamaðurinn, Steingrímur Eyfjörð, verður viðstaddur leiðsögnina um sýninguna, segir frá eigin verkum og svarar fyrirspurnum frá gestum.

KAFFITERÍUR KJARVALSSTAÐA OG HAFNARHÚSS BJÓÐA UPP Á FRÁBÆRAR VEITINGAR ALLA DAGA!

AÐGANGUR ÓKEYPIS
LISTASAFN REYKJAVÍKUR ER SAFNIÐ ÞITT
HAFNARHÚSIÐ ER OPIÐ ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD TIL KL. 22:00Printed of the web Reykjvik Art Museum, www.reykjvikartmuseum.is 08.18.2015